Í dag á mamma mín afmæli. Til hamingju með daginn mamma!
Hjólið mitt er nýþvegið og smurt og svakalega fínt. Fundum reyndar út að miðjutannhjólið að framan er algjörlega búið, það er farið í sundur á 2 stöðum (enda var það alltaf að haga sér eins og verið væri að skipta um gír) svo núna er hjólið mitt bara 8 gíra af því ég nota eingöngu stærsta tannhjólið að framan, en það gerir ekki til, greinilega þarf ekki meira svona innanbæjar í góðu færi.
Á morgun byrja skólarnir hjá stelpunum og jólaskrautið ratar aftur ofaní kassa. Eins og það er gaman að segja það upp þá er ég líka alltaf jafn fegin þegar það fer niður aftur. Er komin með meira en nóg af glitri og glingri.
Þetta árið hef ég prjónað eins og vindurinn (tilvitnun í ¡Three Amigos!) og gengur mjög vel. Er að prjóna virkilega fallega peysu sem er sérpöntuð (gaman að fá svona pantanir) og ég virðist ætla að ná að klára hana á met tíma.
5. janúar 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Mig hefur lengi langað til að prófa að þæfa ull og lét þann draum rætast þessa helgi. Ég átti plötulopa og notaði stærstu prjónana sem ég á....
-
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
2 ummæli:
Sæl Bjarney mín og takk enn og aftur fyrir hamingjuóskir og ekki síst fyrir þessa óvæntu uppákomu ykkar mæðgnanna. Þið gætuð reyndar verið systur, svo líkar (ólíkar) og samrýmdar og sætar. Ég er stolt af því að eiga ykkur. Takk fyrir mig. Já þú hjólar alltaf eins og hver önnur hetja. Ég sakna þessa mikið að hjóla ekki lengur til og frá vinnu. Það setur greinilegt mark á heilsu og líðan. Flott að heyra með prjónaskapinn, ætla að fara að setja í gírinn þegar heilsan batnar. kv mamma
Sæl Bjarney mín :)
Maður getur alveg gleymt sér yfir prjónaskapnum. Mínir prjónar eru í pásu og ég hefð orðið að taka skólabækurnar fram yfir ;)
Kveðja, Auður.
Skrifa ummæli