Einn gír eftir. Þ.e. aftuskiptirinn er frosinn og ég var búin að útskýra þetta með miðjutannhjólið að framan. En það merkilega er að það kemur ekki að sök. Kemst vel af með þennan eina gír eins og veðrið er þessa dagana, aðeins meiri átök upp sumar brekkur og gæti farið hraðar á öðrum stöðum (fyndið samt að vera á 21 gíra hjóli og nota bara 1, hí hí).
Meðalhraðinn er 14 km/klst og hámarkshraðinn 22 km/klst. Töluvert hægar en í sumar en kemur mér örugglega á milli staða. Bremsurnar haga sér vel sem skiptir öllu máli.
5 ummæli:
Ja hérna Bjarney mín þetta getur nú ekki gengið. En óskaplega ertu dugleg að hjóla svona áfram. Ég sakna þess verulega að hafa ekki þessa "svipu" að þurfa að komast á milli á ákveðnum tímum. Það er svo gaman að hjóla.
En er þetta frostinu að kenna, eða er það eitthvað annað sem "frystir" gírana, ertu búin að spreyja með lásaolíu. Pabbi þinn segir að Elías viti allt um svona hluti:-) kv mamma
Já við tókum hjólið alveg í gegn um síðustu helgi. Tjöruhreinsuðum og blésum svo öllu vatni (að við héldum) af því og svo var allt smurt með olíu sem hugsanlega þurfti á því að halda.
En það þarf líklegast ekki nema 1 til 2 dropa af vatni til að frysta þetta allt aftur.
Og ég skil vel að þú saknir þess að hjóla.
Sæl Bjarney.
Sú var nú tíðin að hjólin voru án gíra og samt var hægt að hjóla þangað sem maður ætlaði sér og langaði að fara. En þú ert dugleg að hjóla alltaf svona. Ég reyni að vera dugleg að labba, en með misgóðum dugnaði.
Hjólið mitt fór í mjög svipaða klessu. Við urðum að skipta alveg um alla barka, bæði fyrir gíra og bremsur. Það vill drulla komast þarna og það gæti verið ástæðan fyrir því að afturgírinn er fastur. En samt merkilegt hvað maður kemst á frosnum gírum ;)
Skrifa ummæli