Mér finnst þetta skemmtilegt heiti á mótmælunum og ætla mér að mæta í dag.
Það er komin endurnýjuð orka í mótmælin og menn virðast hafa náð að hemja ólætin og árásir á lögreglu. Því hver vill lifa í landi þar sem óeyrðir geysa? Þegar svona ólæti hafa verið í sjónvarspfréttunum frá útlöndum þá hefur tilfinningin fyrir því að svona gerist ekki á Íslandi verið til staðar.
En þó verð ég að segja að eftir að mótmælin hófust og maður sá hvernig tekið var á þeim í fjölmiðlum þá fóru nú að renna á mig tvær grímur.
Í upphafi mótmælanna (fyrir hvað 15 eða 16 vikum) tók ég þátt í friðsömum mótmælum, hlustaði á kröftugar ræður og fannst magnað að vera innan um fjölda manns með sömu óvissuna í hjarta. Svo fór maður heim ánægð með dagsverkið og horfið svo á fréttir um kvöldið og hlakkaði til að sjá boðskapinn útbreyddann með brotum úr ræðunum (því margir sem vildu komust ekki á staðinn), en nei - þá voru bara myndir af fólki með ólæti. Þeir sem hrópuðu hæst komust í mynd en ekki málefnin.
Þetta breyttist þó aðeins eftir háværar kvartanir frá þeim sem tóku þátt í mótmælunum. En ég komst ekki hjá því að hugsa hvort þetta væri svona líka þarna í útlöndunum. Þegar við sjáum myndir af fánabrennum og æstum mönnum (konur eru líka menn) kastandi grjóti og bensínsprengjum, eru þetta þá bara dreggjarnar af kröftugum, fjölmennum, mótmælum sem farið hafa úr böndunum eftir að hin almennu mótmæli eru yfirstaðin?
Allavega þá trúi ég því að mótmælin í dag verði fjölmenn, kröftug og án ofbeldis.
Ætlar þú að mæta?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Mig hefur lengi langað til að prófa að þæfa ull og lét þann draum rætast þessa helgi. Ég átti plötulopa og notaði stærstu prjónana sem ég á....
-
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
3 ummæli:
Jú ég gæti hugsað mér að mæta í dag. Vissulega er búið að ná mikilvægu markmiði með því að fá fram kostningar en nú þarf að koma Davíð frá og ekki linna látum fyrr en það er búið.
Góðar hugleiðingar, auðvitað er þetta svona. Það sem mér fannst erfiðast við allt talið um óeirðaseggi og skríl, var að við sem höfum mætt á flesta fundina erum spyrt við þá sem valda skemmdum og meiða. Það hefur aldrei verið nein alvöru grein verið gerð fyrir þessum mótmælafundum og þeir (fundirnir) hafa ekki fengið athygli fyrr en rólyndið breyttist í óeirðir. Þessu var Hörður Torfason margsinnis búin að spá. Að ef yfirvöld hlustuðu ekki á þá rólegu, þá færi hiti að færast í hópinn. Og það var það sem gerðist.
Sæl Bjarney. Þetta er allt eitthvað svo skrýtið og mér liggur við að segja fáránlegt. Hvernig fólk getur hagað sér og látið hafa eftir sér í fjölmiðlum.
Skrifa ummæli