Lindu taska er öðruvísi en mín að því leiti að hún er hvít alveg upp og línurnar 5 eru nótnastrengir og hún hafði saumað í þá nótur. Það kemur virkilega skemmtilega út, en það var í mér einhver leti svo ég sleppti því. Og sjá hér er árangurinn.
Ætlunin er að ljósmynda allar afurðir ársins. Andrésbókin er með á myndinni til að menn átti sig á stærðinni. En núna er ég að prjóna bæði dúkku og sokka sem ná uppfyrir hné.
Ps. sá hvorki meira né minna en 8 hjólreiðamenn á leið minni til vinnu! Enda er veðrið og færð töluvert betri núna, næstum allur klaki farinn og hitinn 6°C. Ég var ekki nema 17. mín á leiðinni.
4 ummæli:
Sæl bjarney og takk fyrir síðast :)
Mjög flott taskan hjá þér :) finnst nú samt vanta nóturnar ;)
Inga verður svo að koma með enn eina útfærsluna .,.,.,.,
Hafðu það gott ..,
kv Linda Björk
Ekkert smá flott hjá þér, og skemmtilega útfært :) Ég set mynd af minni á bloggið mitt þegar ég er búin. Stefni að því að fylgja þér eftir og setja handavinnu árangurinn inn á bloggið jafnóðum.
Takk fyrir yndislegt húsmæðraorlof.
Sæl Bjarney. Flott taska, ég panta hér með eina :)
Takk stelpur. Linda það væri gaman ef þú settir mynd af þinni tösku inn á bloggið líka.
Auður þú ert svo mikil prjónakona að þú værir enga stund að prjóna þessa tösku. Ég get sent þér uppskriftina ef þú vilt, hún er ekki flókin.
Skrifa ummæli