14. febrúar 2009

Húsmæðraorlof.

Nú er ég endurnærð eftir vel heppnað húsmæðraorlof á Skagaströnd. Hvað er betra en taka sér vikufrí frá vinnu og stinga af frá fjölskyldu og hversdagslífinu og skella sér í rútuferð norður í land?

Á þriðjudaginn tók ég rútuna norður á Blönduós þar sem Inga vinkona tók á móti mér. Jói var svo indæll að lána mér rúmið sitt og herbergi. Svo fór í hönd tími sem var allt í senn hressandi og afslappandi. Við fórum í göngutúra í snjónum. Svo á listasýningu í barnaskólanum þar sem Sigurbjörg hafði búið til allskonar fínerí úr leðri (þar á meðal virkilega flott bókamerki handa mér) og Jói hafði bæði teiknað og leirað. Ég fékk að fylgjast með söngtíma hjá Ingu sem var gaman. Linda systir Ingu dró okkur með sér á prjónakvöld á Blönduósi þar sem haldinn var fyrirlestur og prjónað (og auðvitað skoðað og sýnt það sem verið var að vinna með). Okkur var boðið í kreppukaffi til mömmu Ingu og þar fengum við dásamlega góðar kökur.
Að ótöldum þeim tíma sem við prjónuðum eða púsluðum og kjöftuðum frá okkur allt vit.

Á meðan ég skemmti mér á norðurlandinu húkti eiginmaðurinn í bælinu með hálsbólgu og hita.
En núna er ég komin heim til að hjúkra honum og þá verður allt betra ;)

Engin ummæli:

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...