24. febrúar 2009

Töskurnar mínar


Þetta byrjaði með því að mig langaði að prófa að þæfa lopa. Ég átti til plötulopa og bullaði upp úr mér uppskrift að tösku. Allra fyrsta taskan var blá og prjónuð úr einföldum plötulopa. Það kom ekkert sérlega vel út. Bæði festist hún öll saman í þæfingu og líklegast hef ég heldur ekki þæft hana nógu vel (spurning hvort ég skelli henni aftur í vélina og breyti í buddu?). Svo prófaði ég aftur (nú með tvöföldum plötulopa) og út kom gráa taskan lengst til vinstri. Ég var mjög ánægð með þá tösku, nema hvað að axlarbandið er helst til of stutt.





Nýjasta taksan mín er svo þessi sem er ein á mynd (og lengst til hægri á hinni myndinni). Hana prjónaði ég á tveimur dögum og þæfði. Ætli það megi ekki áætla 10 klst vinna hafi farið í hana, sem segir mér einfaldlega það að til að það borgi sig fyrir mig að fara út í að framleiða og selja þessa tösku þá þarf ég að fá a.m.k. 20.000 kr. fyrir töskuna og þá er ég samt ekki með hátt tímakaup.
En mér þykir mjög vænt um þessar töskur af því þær eru mín hugmynd og hönnun.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æðislegar töskur Bjarney :)

Nei það borgar sig engan vegin að prjóna og selja svo því maður fær aldrei upp í vinnulaun og kostnað.,.,.,,, og svo fer sá peningur sem maður fengi í tíma hjá sjúkranuddara vegna vöðvabólgu í öxlum :)

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...