27. apríl 2009

Eftir kosningar

Þá er viðburðarrík helgi yfirstaðin.

Ég tók aðra moltutunnuna okkar í gegn. Náði úr henni 2 (stórum) fötum af mold sem ég setti í matjurtarbeðið. Uppskar ógurlegar harðsperrur í óæðri endanum og er enn að eiga í því. Það var ansi misskipt í tunnunni of blautt sumsstaðar og annarsstaðar skrauf þurrt. Í miðjunni var síðan góður millivegur. Ég þarf líklegast að vera duglegri að hræra í tunnunni. Á stefnuskránni er að gera þetta sama við hina tunnuna líka.

Síðan var kosið og það er nóg búið að blaðra um það svo ég hef ekki fleiri orð um það nema að ég er ágætlega sátt við útkomuna, en nú er að sjá hvernig spilað verður úr og hverskonar stjórn verður mynduð.

Foreldrar mínir áttu svo 40 ára brúðkaupsafmæli á laugardaginn. Í tilefni dagsins var okkur boðið í grillveislu. Veðrið lék við okkur, þó það hefði kólnað þegar leið á daginn.

Í gær setti ég svo niður í garðinn 11 kartöflur, 3 raðir af gulrótarfræjum, 3 raðir af kálfræjum og 3 raðir af radísufæjum. Vona að kuldinn í nótt hafi ekki náð að bíta, en ég er með plast yfir garðinum sem vonandi hefur náð að halda einhverjum hita á jarðveginum.

Í morgun 8 hjólreiðamenn og meirihlutinn kvenfólk. Fór Sæbrautina.

2 ummæli:

Auður sagði...

Það vantar ekki myndarskapinn í þig Bjarney mín frekar en fyrri daginn :)

Bjarney Halldórsdóttir sagði...

Takk Auður, en í raun er þetta bara mitt einka dekur því ég hef gaman að þessu öllu. Mundi annars ekki vera að því.

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...