16. apríl 2009

Hjólafréttir

14 hjólreiðamenn í morgun og sá fjórtándi var engin önnur en Adda mágkona (má maður segja mágkona þó fólk sé ekki gift?). Glimrandi gaman að hitta hjólreiðamann sem maður þekkir.

Fór Hringbrautina í dag, en það hef ég ekki gert í langan tíma. Sá einn hjólreiðamann sem ég þekki frá gamalli tíð en stúlkan sú var með mér í barnakór fyrir nokkrum árum (lesist a.m.k. 20 ár) síðan. Við höfum verið að hjólast á undanfarin 3 ár eða svo.

Er með vott að harðsperrum í handleggjunum eftir skokkið í gær (hvaða bull er það eiginlega?). Þarf greinilega að styrkja handleggsvöðvana fyrst þeir þola ekki smá skokk.

1 ummæli:

Refsarinn sagði...

Það var sömuleiðis gaman að rekast á þig, Bjarney mágkona : )
Og það voru ótrúlega margir að hjóla á leið í bæinn úr Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði, ég var fljótlega farin að sjá eftir því að hafa ekki talið!
Adda mágkona

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...