1. ágúst 2009

Drauma- og óskalisti

Fengum lyklana að nýja húsinu á þriðjudag. Erum því byrjuð að mála þar og pakka á gamla staðnum. En það er ýmislegt sem uppá vantar og/eða gaman væri að eiga eða endurnýja og þessvegna varð þessi drauma- og óskalisti til.

Borðstofustólar
Baðskapur
Borð/vinnuborð í eldhúsið
Sófi
Sófaborð
Hjónarúm
Sjónvarp í leikherbergið
Þvottavél
Dyrakarmur úti
Handrið úti
Borðtennisborð
Fataskápur
Sláttuvél
Hjólbörur
Trjáklippur
Sög
Stigi
Stunguskófla
Úðari (þið vitið þetta sem snýst og vökvar garðinn)
Slöngurúlla
Fánastöng
Fáni
Vélsög
Strákústur
Gaffall/forkur (hvað heitir þetta)
Hrífur
Hekkklippur
Garðhúsgögn
Hjólagrind
Tvöfallt gler (þar sem það á við)
Safnkassi
Pallur

Fleira á örugglega eftir að koma í ljós eftir að við erum flutt inn. En þetta er svona það sem ég man eftir núna.

5 ummæli:

Bjarney Halldórsdóttir sagði...

Stunguskóflan komin í hús.

abelinahulda sagði...

Já Bjarney mín eins og ég sagði þá vitum við nú alveg hvað á að gefa í jóla- og afmælisgjafir á næstunni:-)
til hamingju með þetta yndislega fallega hús ykkar.

Bjarney Halldórsdóttir sagði...

Borð í eldhúsið komið.

Bella sagði...

Ég er með sófa, stofuskáp, sjónvarp, þvottavél, eldavél og ísskáp sem þú mátt eiga ef þú kemur og sækir... bý í Sandnes!
Kveðja, Bella

Bjarney Halldórsdóttir sagði...

ha ha... takk Bella!

Alrei að vita nema ég kíki við ef ég á leið framhjá... :)

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...