Það er alltaf hægt að finna eitthvað til að kvarta undan. Núna þegar hlýnar og snjórinn er tekinn að bráðna þá versnar það með færðina. Það er eins og hjólið fljóti á slabbinu. Ég var nokkrum sinnum við það að missa stjórn á hjólinu á leiðinni heim úr vinnunni áðan. En það slapp nú alltaf og maður neyddist til að hjóla hægar fyrir vikið.
Eins er það við öll gatnamót. Mig grunar að það sé vegna saltsins sem stráð er á göturnar. Það getur verið pínlegt, einmitt þar sem maður er mest áberandi á gatnamótunum og bílstjórara sem bíða á rauðu ljósi hafa lítið annað að gera en að glápa á blásaklaust hjólreiðafólkið, þar er mesta hættan á að missa hjólið í slabbinu og detta eða a.m.k. að þurfa að stíga niður fæti til að halda jafnvæginu. Það getur leitt til þess að bílstjórarnir fái "sönnun" fyrir því að það sé stórhættulegt að hjóla á þessum árstíma, sem er alls ekki rétt.
7. janúar 2010
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Mig hefur lengi langað til að prófa að þæfa ull og lét þann draum rætast þessa helgi. Ég átti plötulopa og notaði stærstu prjónana sem ég á....
-
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli