6. janúar 2010

Hjólaárið 2010

Spennandi ár framundan. Byrjar svolítið kalt en frostið hefur verið nálægt 10 gráðunum en nú er farið að hlýna og hitastigið farið að nálgast frostmarkið.

Markmiðið er að fara í sumar á vestfirðina í hjólaferð með vinum og ættingjum sem vilja og geta komið með. Við mamma ætlum að skipuleggja ferðina í sameiningu enda er hún farin í tilefni þess að við fyllum saman 100 árin í ár. Stefnt er á júlí mánuð og erum við farnar að setja út klær og annan búnað til að útvega húsnæði og hugmyndir að hjólaleiðum. Það er ljóst að hópurinn verður misjafn í hjólahreisti. Sumir vanir hjólamenn á meðan aðriði eru kannski að dusta rykið af hjólinu eftir einhvern tíma, en það er bara ennþá meiri áskorun að finna hjólaleiðir sem henta öllum. Við þurfum líka að hafa einhverja sem eru tilbúnir að vera bílstjórar og aka með hjólin á þá staði sem hjólað verður til og frá. Ég hlakka mikið til.
Gaman væri að fá tillögur frá einhverjum sem þekkir sig til á vestfjörðunum, sjálf hef ég ekki komið þangað síðan ég var barn.

2 ummæli:

abelinahulda sagði...

Spennandi verður þetta. Ég er einmitt um þessar mundir að huga að því að hreyfa hjólið mitt, ef færðin pg veðrið helst svona eitthvað áfram. Nú er um að gera að halda sér í formi (koma sér í form í mínu tilfelli) og hjóla og ganga allt sem hægt er. Mér hefur komið á óvart hvað maður er fljótur að komast í gott hjólaform, þó svo þó nokkur tími hafi liðið án þess að hjóla að ráði. Svo ég er bjartsýn á að ég geti verið komið í ágætt form fyrir sumarið. Ég hlakka mikið til og vona að margir verði til að koma með okkur, þó svo ekki sé nema einhvern hluta af ferðinni. Nú þurfum við að fara að ákveða tíma og leiðir. Hjólafundir er það sem koma skal!

BbulgroZ sagði...

Já, þetta gæti verið skenntlegt!!
Ég sé mig fyrir mér þarna með myndavél og hjól! :)

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...