Síðast liðið ár hefur verið dásamlegt prjóna ár. Lopinn er minn uppáhalds efniviður og það vill svo vel til að hann er vinsæll í flíkur þessa dagana.
Afrakstur ársins eru 3 lopapeysur, 1 skokkur á mig, næstum 10 þæfðar töskur, tátiljur, slatti af húfum, herðaslá og svo er ég að prjóna mér sjal úr einbandi (eingirni). Það getur vel verið að ég sé að gleyma einhverju en hér eru nokkrar myndir af því sem ég hef gert.
3. janúar 2010
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
-
Bætti inni nýrri slóð hjá hjólabloggurum sem heitir "Hjólaðu maður". Á þeirri síðu er flipi sem heitir "Ástand stíga" og...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
3 ummæli:
bjútífúl... þurfum einmitt að gera eh í kynningarmálum á vörunum þínum, datt í hug myndavélataska, þróa þá hugmyndi eh...mig vantar slíkt :)
hmmm myndavélataska... Hún þyrfti að vera fóðruð með efni til að hárin úr lopanum loði ekki við linsuna og svoleiðis, en gæti verið gaman að prófa að búa til svoleiðis. Þarf ekki hólf og læti?
Ja hérna Bjarney mín, mikið er þetta fallegt og myndarlegt. Og ég veit að það er miklu meira sem þú hefur gert, svo sem veski handa mér og mörgum öðrum. Ég þarf að fara að taka upp prjónana, en núna eru það útskurðargræjurnar sem bíða eftir að ég taki til hendinni.
Skrifa ummæli