24. janúar 2010

Fyrsta skokk ársins

Fyrsti skokkhringur ársins. Loksins, loksins tek ég aftur fram hlaupaskóna. Þetta var fínn hringur og mér leið vel að mestu allan hringinn. Fann svolítið fyrir hlaupasting og kláða í húðinni (veit einhver af hverju maður fær þá tilfinningu, frekar óþægilegt) en varð varla móð eða þreytt í fótunum. Hlakka til að hlaupa aftur og bæta við mig kílómetrunum.

Vegalengd 2,5 km, tími 16 mín og 47 sek, pace 6,4.

Veðrið þokkalegt, smá vindur, rigning og 7 stiga hiti.

2 ummæli:

Bjarney Halldórsdóttir sagði...

Og í dag er ég með harðsperrur. Eftir þennan litla hring.

abelinahulda sagði...

Frábært hjá þér Bjarney, dugnaður er þetta. En veðrið býður uppá þetta:-)

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...