Fyrsti skokkhringur ársins. Loksins, loksins tek ég aftur fram hlaupaskóna. Þetta var fínn hringur og mér leið vel að mestu allan hringinn. Fann svolítið fyrir hlaupasting og kláða í húðinni (veit einhver af hverju maður fær þá tilfinningu, frekar óþægilegt) en varð varla móð eða þreytt í fótunum. Hlakka til að hlaupa aftur og bæta við mig kílómetrunum.
Vegalengd 2,5 km, tími 16 mín og 47 sek, pace 6,4.
Veðrið þokkalegt, smá vindur, rigning og 7 stiga hiti.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Mig hefur lengi langað til að prófa að þæfa ull og lét þann draum rætast þessa helgi. Ég átti plötulopa og notaði stærstu prjónana sem ég á....
-
Bætti inni nýrri slóð hjá hjólabloggurum sem heitir "Hjólaðu maður". Á þeirri síðu er flipi sem heitir "Ástand stíga" og...
2 ummæli:
Og í dag er ég með harðsperrur. Eftir þennan litla hring.
Frábært hjá þér Bjarney, dugnaður er þetta. En veðrið býður uppá þetta:-)
Skrifa ummæli