1. apríl 2012

Undur lífins, fræ verða að plöntum.

Mánudaginn 26. mars setti ég fræ í mold.  Það voru fræ af spergilkáli, gulrótum (er að prófa aðferð sem útskýrð er í einni gróðurbók sem ég á), baunum og svo 3 tegundir af sumarblómum.

Strax 29.mars fór svo að sjást í fyrstu sprotana koma upp úr moldinni og í dag eru komnar plöntur hjá spergilkálinu, tveimur blómategundum og baununum (þó þær séu enn á byrjunarstigi).
Og þá er komið vandamál.  Hvað á að gera við plönturnar því herbergishitinn er of mikill, æskilegur hiti er 10°c skv. þeim bókum sem ég hef lesið mér til í.  Svo ég prófaði að henda þeim upp á háaloft beint undir þakgluggann.  Þar er kjör hitastig, en ekki alveg eins víst að birtan sé nægilega mikil.
Mér finnst alltaf jafn spennandi þegar plönturnar fara að gægjast upp úr moldinni og geri mikið af því að benda öðrum fjölskyldumeðlumum á þetta undur.
Myndin er af spergilkálinu.

Engin ummæli:

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...