29. mars 2012

Smá rúntur á hjólinu.

Viðraði aðeins hjólið mitt í morgun. Tók tvær myndir sú fyrr er beint á móti Glæsibæ og er ég þar að taka mynd af slóðanum sem myndast þegar fólk, gengur og hjólar styðstu leið. Vonandi fer borgin að átta sig á því að það hefur ekkert upp á sig að setja nýtt grastorf þarna yfir heldur þarf að gera þetta að alvöru stíg. Ég ætti auðvitað að senda inn ábendingu á vefinn www.rvk.is





Svo fór ég líka um Fossvogsdalinn og þar er verið að vinna að því að lengja hjólastíginn og hafa hann aðskilinn frá göngustígnum. Mér sýnist meira að segja að með því verði teknir nokkrir hlykkir af stígnum sem er gott.

Og þó ég hafi ekki tekið af því mynd þá hjólaði ég líka spottakorn í Elliðaárdalnum og þar er búið að malbika þar sem áður var möl og setja ljósastaura. En þar hef ég ekki farið um síðan á síðasta ári svo ég veit ekki hvenær þetta var gert.
Já og eitt enn, það er líka búið að klippa grenitrén við stíginn í Barðavogi þannig að þau ná ekki lengur inn á stíginn sem er til mikilla bóta. Þessar umbætur allar lofa svo sannarlega góðu.

Engin ummæli:

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...