7. júní 2012

Gróðurhúsið

Þetta gróðurhús kom til okkar eftir krókaleiðum.  Mér skilst að Minna frænka hafi fengið það gefið fyrir a.m.k. ári síðan. Og í vor ætluðu þau að setja það saman með hjálp barna og tengdabarna, en þá kom í ljós að allar festingar vantaði.  Þau fundu þó út hverjir selja svona hús hér á landi og búið var að merkja við í bæklingnum hvað það var sem vantaði.

Eitthvað varð þó til þess að þau ákváðu að þetta væri ekki gróðurhúsið fyrir þau og þannig fengu mamma mín og pabbi það í hendurnar.  Þeim fannst þetta heldur ekki vera fyrir þau svo okkur var boðið að fá það ef við vildum.  Og við sögðum já.
Eftir að hafa útvegað okkur festingarnar þá var ekki mikið mál að setja það saman.  En Elías þurfti reyndar að sníða nokkrar plötur sem ekki voru til hjá heildsalanum.  En grindin komst saman.

Þá var að ákveða staðsetningu og það tók nokkurn tíma og voru nokkrir staðir prófaðir.  En þegar endanleg staðsetning var ákveðin voru grafnar holur, rammi smíðaður og staurar steyptir niður í holurnar sem festir voru í rammann.  Síðan fór grindin þar ofaná og það flottasta af öllu var að þetta smellpassaði. 
Þá var kominn tími til að setja "glerið" (sem í raun var plast) í húsið.  En það gerðum við einmitt í góða veðrinu sem var í síðustu viku.

Allt glerið var með gulri plastfilmu á sem þurfti að fjarlægja, og það var mjög svo leiðinlegt og erfitt að ná því af.  En það gekk nú samt.  Ég er svona kapp klædd af því að ég hafði sólbrunnið daginn áður og Hrund hafði tekið sólarvörnina með sér til Marokkó.
Hér er svo húsið næstum alveg tilbúið, bara eftir að setja glerið í hurðina og laga festingarnar fyrir gluggann í þakinu.
Hér er húsið full búið og tómatplöntur komnar í mold í botni þess og eitthvað af sumarblómum í ræktun í pottum inni í húsinu.
Ég hlakka mikið til næsta vors að koma til grænmeti og sumarblómum í húsinu.  En í ár (og í fyrra) var ég með svalagróðurhús í láni frá mágkonu minni (það er núna inni í húsinu) og þó lítið væri var ótrúlega mikið hægt að rækta þar inni.

Engin ummæli:

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...