Í gær hætti garmin-inn minn að virka, neitaði að fara í gang þegar ég vildi kveikja á honum fyrir heimferð úr vinnu.
Ekkert virkaði til að koma lífi í hann að nýju, hvorki að setja hann í hleðslu eða tengja við tölvu, né nokkuð annað sem við reynum. Svo ég verð að horfast í augu við staðreyndir að hann virkar ekki lengur.
Ég keypti mér þessa græju vorið 2008 og er það í raun mjög ólíklt mér þar sem tækið var frekar dýrt (kostaði þá um 40.000 kr). En ég hef notað það svo til á hverjum degi síðan.
Það var skrítin tilfinning að hjóla heim úr vinnu án hans. Svo hafði ég planað að fara út og skokka en fyrstu viðbrögð voru að það væri ekki hægt af því ég hefði ekki garmin-inn. En auðvitað er það bara bull og ég skokkaði án tækisins.
En ég ætla að kaupa mér nýtt svona tæki og er að skoða hvað er í boði. Ég notaði auðvitað aldrei alla fídusana í þessu tæki, en var samt búin að setja inn þannig að það pípti eftir ákveðna vegalengd (ekki sú sama í hlaupi og hjóli) og svo bara þetta venjulega, hraða, vegalengd o.þ.h.
13. júní 2012
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
-
Bætti inni nýrri slóð hjá hjólabloggurum sem heitir "Hjólaðu maður". Á þeirri síðu er flipi sem heitir "Ástand stíga" og...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli