Hjólaði samtals 303 km í mánuðinum, þar af 206 km til og frá vinnu og 97 km annað.
Hjólaði 19 af 20 vinnudögum í mánuðinum til og frá vinnu, tók einn orlofsdag.
Sá að meðaltali 26 á hjóli á dag til vinnu (fór niður um 1 á síðasta degi mánaðarins) og 28 frá vinnu. Mest taldi ég 42 til vinnu og 46 á heimleiðinni. Að venju er mikil fjölgun á hjólandi í maí út af átakinu "Hjólað í vinnuna" og í ár var met slegið í talningum hjá mér.
Hér til hægri er stöðuuppfæsla sem ég setti á Facebook 29. maí en þá leit út fyrir að meðaltal hjólandi í mánuðinum til vinnu væri 27. Súluritið breytist hinsvegar lítið við að þeim fækki um einn.
Hér er til vinstri er samantektar myndin úr endomondo.
Þarna stendur að frá því ég hóf að skrá hjólaferðirnar mína hjá þeim (18. apríl 2013) þá hef ég brennt sem samsvarar 260 hamborgurum (bætt við 22 síðan í april) og hef hjólað 0,089 af leiðnni hringin í kringum hnöttinn og 0,009 af leiðinni til tunglsins. Að meðal hraðinn hjá mér á hjólinu er 14 km/klst og ég hef samtals hjólað í 10 daga, 8 klst og 39 mín.
Hér er svo talning mánaðarins. Ég tel sem sagt alla sem ég sé á hjóli til og frá vinnu og skrái hjá mér. Ég er um 20 mín á leiðinni til vinnu. Ferðast á tímabilinu 7:30-8:00 og lang oftast meðfram Sæbrautinni. Vegalengdin er rétt tæpir 6 km. Á morgnana eru þetta því oftast fólk á leið til vinnu en seinnipartinn er fjölbreytnin meiri þ.e. bæði fólk á leið heim úr vinn og líka þeir sem fara út til þess að hjóla eingöngu sér til skemmtunar og heilsubótar og ég tel alla sem eru á hjóli, líka þá sem eru á þríhjóli.
31. maí 2014
22. maí 2014
Ótrúlegur fjöldi að hjóla núna í maí.
Það stefnir í metár í hjólatalningu hjá mér, eða a.m.k. met mánuð. Þó mánuðurinn sé ekki liðinn þá stenst ég ekki að gera þessa samantekt.
Á myndinni er sem sagt talning á hjólandi fólki á leið minni til vinnu árin 2011-2014, yfirleitt á tímanum 7:30-8:00 og lang oftast ferðast ég meðfram Sæbraut, frá Holtagörðum og niður í miðbæ. Þetta eru tæpir 6 km og er ég yfirleitt um 20 mín á leiðinni (fljótust verið 14 min að sumri í meðvindi og öll ljós ótrúlega hagstæð og lengst um klst í þungri vetrarfærð). Svo ltiaði ég metfjölda hvers mánaðar með gulum lit.
Í maí mánuði í ár hefur veðrið verið einstaklega hagstætt. Bjart og stillt vel felsta daga það sem af er mánuðinum. En það var kaldara árið 2013 og enn kaldara 2012 (hef ekki skráð hjá mér veðurfar árið 2011). Árið 2012 minnist ég á snjóföl um miðjan mánuðinn og 2013 var hitinn rétt yfir frostmarki fyrri hluta mánaðarins.
Eins og sést á myndinni þá er meðalfjöldi hjólandi á dag 18 öll árin nema í ár og stendur hann núna í 27.
Það verður spennandi að sjá hvort sú tala helst út mánuðinn.
Á myndinni er sem sagt talning á hjólandi fólki á leið minni til vinnu árin 2011-2014, yfirleitt á tímanum 7:30-8:00 og lang oftast ferðast ég meðfram Sæbraut, frá Holtagörðum og niður í miðbæ. Þetta eru tæpir 6 km og er ég yfirleitt um 20 mín á leiðinni (fljótust verið 14 min að sumri í meðvindi og öll ljós ótrúlega hagstæð og lengst um klst í þungri vetrarfærð). Svo ltiaði ég metfjölda hvers mánaðar með gulum lit.
Í maí mánuði í ár hefur veðrið verið einstaklega hagstætt. Bjart og stillt vel felsta daga það sem af er mánuðinum. En það var kaldara árið 2013 og enn kaldara 2012 (hef ekki skráð hjá mér veðurfar árið 2011). Árið 2012 minnist ég á snjóföl um miðjan mánuðinn og 2013 var hitinn rétt yfir frostmarki fyrri hluta mánaðarins.
Eins og sést á myndinni þá er meðalfjöldi hjólandi á dag 18 öll árin nema í ár og stendur hann núna í 27.
Það verður spennandi að sjá hvort sú tala helst út mánuðinn.
13. maí 2014
Snyrtilega gengið frá eftir framkvæmdir.
Setti inn mynd af framvæmdum um daginn þar sem moldarhraukar voru á stígnum. Nú er búið að moka ofan í skurðinn og sópa stíginn. Snyrtilega gert.
12. maí 2014
Eiga hjól og bílar að fylgja sömu umferðareglum?
Alltaf er maður að læra eitthvað nýtt. Rakst á grein sem heitir:
Why cyclists should be able to roll through stop signs and ride through red lights
og það fyrsta sem ég hugsaði var "það sem mönnum dettur í hug", en svo las ég greinina og það er alveg vit í því sem verið er að segja. Altsvo að fyrir hjólandi ættu stopp-merki að virka eins og biðskyldumerki fyrir bíla og rautt ljós eins og stopp-merki. Lesið greinina (smella á stóru stafina hér fyrri ofan) hún útskýrir þetta nokkuð vel.
5. maí 2014
Breyting á viðmóti þeirra sem aka bíl.
Ég er sem sagt komin á nýtt hjól sem er einstaklega fallegt og dömulegt. Var áður á einhverskonar fjallahjóli (sjá myndir). Mér fannst menn (karlar og konur) almennt kurteisir gagnvart mér í umferðinni og stoppa til að hleypa mér yfir götur o.þ.h. En núna á nýja hjólinu finn ég að það var ekki neitt neitt, núna stoppa menn undantekningalítið og gefa mér meira pláss ef eitthvað er. Enn er ég í sömu fötunum og áður og tel mig hjóla mjög svipað og áður svo eina breytingin hjá mér er hjólið sjálft. Það er ótrúlegt að upplifa þetta.
3. maí 2014
Grein sem heitir: WHY IT MAKES SENSE TO BIKE WITHOUT A HELMET
Reiðhjólahjálmar, endalaust þrætuepli. En hér (smelltu á þessa setningu) er slóð á grein sem útskýrir, að mér finnst, hversvegna ekki er sérstök ástæða til að vera með hjálm þegar maður hjólar, ekki frekar en þegar maður fer út að ganga eða út í bíl að keyra. Endilega lestu greinina, en hér eru nokkrar tilvitnanir úr henni:
"Let's first get one thing out of the way: if you get into a serious accident, wearing a helmet will probably save your life. "
"But a broader look at the statistics show that cyclists' fear of head trauma is irrational if we compare it to some other risks. Head injuries aren't just dangerous when you're biking—head injuries are dangerous when you're doing pretty much anything else. There's ample evidence showing that there's nothing particularly special about cycling when it comes to serious head injuries."
"Let's be clear. I am NOT trying to say that studies definitively show that cycling is safer than driving or walking. That is not the case. The studies that are out there give us mixed messages about the relative safety of the different modes of transport. What I am saying is that these statistics raise an interesting question: If we're so concerned about head injuries, why don't we wear helmets all the time? Why do places that have mandatory helmet laws for cyclists not have them for drivers or pedestrians? A 1996 Australian study suggests that a mandatory helmet law for motor vehicle occupants could save seventeen times more people from death and serious head injury than a similar law for cyclists."
"Let's first get one thing out of the way: if you get into a serious accident, wearing a helmet will probably save your life. "
"But a broader look at the statistics show that cyclists' fear of head trauma is irrational if we compare it to some other risks. Head injuries aren't just dangerous when you're biking—head injuries are dangerous when you're doing pretty much anything else. There's ample evidence showing that there's nothing particularly special about cycling when it comes to serious head injuries."
"Let's be clear. I am NOT trying to say that studies definitively show that cycling is safer than driving or walking. That is not the case. The studies that are out there give us mixed messages about the relative safety of the different modes of transport. What I am saying is that these statistics raise an interesting question: If we're so concerned about head injuries, why don't we wear helmets all the time? Why do places that have mandatory helmet laws for cyclists not have them for drivers or pedestrians? A 1996 Australian study suggests that a mandatory helmet law for motor vehicle occupants could save seventeen times more people from death and serious head injury than a similar law for cyclists."
2. maí 2014
Framvkæmdir á og við stíga meðfram Sæbraut
Við Sæbraut, frá Hörpu og að Kringlumýrarbraut er verið að búa til hjólastíg (efri myndin er frá þeim stað og var tekin við upphaf framkvæmda). Neðri myndin horfir í átt að gatnamótum Sæbrautar/Dalbrautar og var tekin á miðvikudaginn. Ég ímynda mér að þarna séu einhverjar lagnaframkvæmdir, en lítið pláss er eftir á stígnum eins og sést á myndinni. Út af þessum framkvæmdum ætla ég að hjóla aðra leið til og frá vinnu. Þ.e. Laugardalur-Suðurlandsbraut-Laugavegur.
Það er svo sem ágætis leið, aðeins styttri en Sæbratuin, en fleiri hættur vegna þess að það eru fleiri gatnamót að fara yfir. Hér er kort af leiðunum tveimur. Vanalega fer ég bláu leiðina, en fer núna eftir þeirri grænu. Ég setti rauða punkta þar sem gatnamót eru og nauðsynlegt er að vera vel vakandi. Á grænu leiðinni eru 20 punktar (fyrir utan að þegar ég fer í gegnum Laugardaginn, sérstaklega eftir vinnu að þá eru oft margir á ferli og þarf að fara varlega) en á bláu leiðinni eru punktarnir 14 og langur kafli sem er punktalaus. Þó hefur græna leiðin batnað til muna eftir að kominn er þar hjólastígur og ekki skemmir hjólateljarinn fyrir (setti fjólubláan punkt með X-i þar sem teljarinn er).
1. maí 2014
Hjólað í apríl 2014
Hjólaði samtals 224 km í mánuðinum, þar af 157 km til og frá vinnu og 67 km annað.
Hjólaði ekki nema 15 af 18 vinnudögum í mánuðinum til og frá vinnu (náði mér í pest og lá í henni yfir helgi en var svo 3 vinnudaga (+ páska) að ná upp krafti til að hjóla).
Sá að meðaltali 11 á hjóli á dag til vinnu og 16 frá vinnu. Mest taldi ég 16 til vinnu og 38 á heimleiðinni (í gær 30. apríl, mikil fjöldaaukning þessa vikuna).
Hér er til vinstri er samantektar myndin úr endomondo.
Þarna stendur að frá því ég hóf að skrá hjólaferðirnar mína hjá þeim (18. apríl 2013) þá hef ég brennt sem samsvarar 238 hamborgurum (bætt við 15 síðan í mars) og hef hjólað 0,082 af leiðnni hringin í kringum hnöttinn og 0,009 af leiðinni til tunglsins. Að meðal hraðinn hjá mér á hjólinu er 14 km/klst og ég hef samtals hjólað í 9 daga, 13 klst og 27 mín.
Svo auðvitað aðal fréttin frá apríl að ég keypti mér nýtt hjól.
Hér er svo tölfræði af því hún er svo skemmtileg.
Á þessari mynd sést heildar vegalegnd sem ég hef hjólað í hverjum mánuði af þessum fjórum sem liðnir eru af árinu. Apríl er lægstur út af páskunum og veikindum.
Hér er samantekt á talningu á hjólreiðamönnum á leið minni til vinnu. Meðaltal er meðaltalsfjöldi þeirra hjólandi sem ég sé þá daga sem ég hjóla til vinnu.
Og hér er svo samanburður milli ára og það er greinilega fleiri sem hjóla yfir vetrarmánuðina.
Viðbót 5.5.2014. Þetta kom í pósti frá Endomondo
Hjólaði ekki nema 15 af 18 vinnudögum í mánuðinum til og frá vinnu (náði mér í pest og lá í henni yfir helgi en var svo 3 vinnudaga (+ páska) að ná upp krafti til að hjóla).
Sá að meðaltali 11 á hjóli á dag til vinnu og 16 frá vinnu. Mest taldi ég 16 til vinnu og 38 á heimleiðinni (í gær 30. apríl, mikil fjöldaaukning þessa vikuna).
Hér er til vinstri er samantektar myndin úr endomondo.
Þarna stendur að frá því ég hóf að skrá hjólaferðirnar mína hjá þeim (18. apríl 2013) þá hef ég brennt sem samsvarar 238 hamborgurum (bætt við 15 síðan í mars) og hef hjólað 0,082 af leiðnni hringin í kringum hnöttinn og 0,009 af leiðinni til tunglsins. Að meðal hraðinn hjá mér á hjólinu er 14 km/klst og ég hef samtals hjólað í 9 daga, 13 klst og 27 mín.
Svo auðvitað aðal fréttin frá apríl að ég keypti mér nýtt hjól.
Hér er svo tölfræði af því hún er svo skemmtileg.
Á þessari mynd sést heildar vegalegnd sem ég hef hjólað í hverjum mánuði af þessum fjórum sem liðnir eru af árinu. Apríl er lægstur út af páskunum og veikindum.
Hér er samantekt á talningu á hjólreiðamönnum á leið minni til vinnu. Meðaltal er meðaltalsfjöldi þeirra hjólandi sem ég sé þá daga sem ég hjóla til vinnu.
Og hér er svo samanburður milli ára og það er greinilega fleiri sem hjóla yfir vetrarmánuðina.
Viðbót 5.5.2014. Þetta kom í pósti frá Endomondo
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
-
Bætti inni nýrri slóð hjá hjólabloggurum sem heitir "Hjólaðu maður". Á þeirri síðu er flipi sem heitir "Ástand stíga" og...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...