Hjólaði samtals 303 km í mánuðinum, þar af 206 km til og frá vinnu og 97 km annað.
Hjólaði 19 af 20 vinnudögum í mánuðinum til og frá vinnu, tók einn orlofsdag.
Sá að meðaltali 26 á hjóli á dag til vinnu (fór niður um 1 á síðasta degi mánaðarins) og 28 frá vinnu. Mest taldi ég 42 til vinnu og 46 á heimleiðinni. Að venju er mikil fjölgun á hjólandi í maí út af átakinu "Hjólað í vinnuna" og í ár var met slegið í talningum hjá mér.
Hér til hægri er stöðuuppfæsla sem ég setti á Facebook 29. maí en þá leit út fyrir að meðaltal hjólandi í mánuðinum til vinnu væri 27. Súluritið breytist hinsvegar lítið við að þeim fækki um einn.
Hér er til vinstri er samantektar myndin úr endomondo.
Þarna stendur að frá því ég hóf að skrá hjólaferðirnar mína hjá þeim (18. apríl 2013) þá hef ég brennt sem samsvarar 260 hamborgurum (bætt við 22 síðan í april) og hef hjólað 0,089 af leiðnni hringin í kringum hnöttinn og 0,009 af leiðinni til tunglsins. Að meðal hraðinn hjá mér á hjólinu er 14 km/klst og ég hef samtals hjólað í 10 daga, 8 klst og 39 mín.
Hér er svo talning mánaðarins. Ég tel sem sagt alla sem ég sé á hjóli til og frá vinnu og skrái hjá mér. Ég er um 20 mín á leiðinni til vinnu. Ferðast á tímabilinu 7:30-8:00 og lang oftast meðfram Sæbrautinni. Vegalengdin er rétt tæpir 6 km. Á morgnana eru þetta því oftast fólk á leið til vinnu en seinnipartinn er fjölbreytnin meiri þ.e. bæði fólk á leið heim úr vinn og líka þeir sem fara út til þess að hjóla eingöngu sér til skemmtunar og heilsubótar og ég tel alla sem eru á hjóli, líka þá sem eru á þríhjóli.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Hjólaði samtals 231 km í mánuðinum þar af 113 til og frá vinnu. Tók mér 3 orlofsdaga í mánuðinum og var veik 2. Hjólaði 49 km á stóra hjól...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli