2. maí 2014

Framvkæmdir á og við stíga meðfram Sæbraut


Við Sæbraut, frá Hörpu og að Kringlumýrarbraut er verið að búa til hjólastíg (efri myndin er frá þeim stað og var tekin við upphaf framkvæmda).  Neðri myndin horfir í átt að gatnamótum Sæbrautar/Dalbrautar og var tekin á miðvikudaginn.  Ég ímynda mér að þarna séu einhverjar lagnaframkvæmdir, en lítið pláss er eftir á stígnum eins og sést á myndinni.  Út af þessum framkvæmdum ætla ég að hjóla aðra leið til og frá vinnu.   Þ.e. Laugardalur-Suðurlandsbraut-Laugavegur.  

Það er svo sem ágætis leið, aðeins styttri en Sæbratuin, en fleiri hættur vegna þess að það eru fleiri gatnamót að fara yfir.  Hér er kort af leiðunum tveimur.  Vanalega fer ég bláu leiðina, en fer núna eftir þeirri grænu.  Ég setti rauða punkta þar sem gatnamót eru og nauðsynlegt er að vera vel vakandi.  Á grænu leiðinni eru 20 punktar (fyrir utan að þegar ég fer í gegnum Laugardaginn, sérstaklega eftir vinnu að þá eru oft margir á ferli og þarf að fara varlega) en á bláu leiðinni eru punktarnir 14 og langur kafli sem er punktalaus.  Þó hefur græna leiðin batnað til muna eftir að kominn er þar hjólastígur og ekki skemmir hjólateljarinn fyrir (setti fjólubláan punkt með X-i þar sem teljarinn er).


1 ummæli:

Bjarney Halldórsdóttir sagði...

Nú er búið að moka ofan í skurðinn og sópa stíginn (við bensínstöðina), en vinnutæki var þó við endan á stígnum sem yfirtók næstum allan stíginn. Vonandi verður það tæki farið í dag.

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...