2. ágúst 2014

Hjólað í júlí 2014

Í mánuðinum hjólaði ég samtals 203 km, þar af 178 km til og frá vinnu og 25 km annað.  
Hjólaði 17 af 23 vinnudögum mánaðarins til og frá vinnu, tók 5 orlofsdaga og var veik 1 dag.
Sá að meðaltali 13 á hjóli á dag til vinnu og 19 frá vinnu. Mest taldi ég 22 til vinnu og 27 á heimleiðinni.  En mánuðinn var blautur og tel ég það vera aðal ástæðuna fyrir því hve fáir hjóla en af þessum 17 dögum sem ég hjólaði í vinnuna voru 8 þar sem annað hvort var rigning eða mjög rigningarlegt.

En þrátt fyrir rigninu og allt of lítið af sólskinsdögum þá blómstra sumarblómin í garðinum og er svo falleg og fín.

Viðbót 4.8.2014, ég og endomondo erum ekki alveg sammála um farna vegalengd í mánuðinum en það er lítið við því að gera.


Engin ummæli:

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...