17. október 2015

Hólmsheiði

Vinnan fór að skoða byggingu fangelsisins á Hólmsheiði.  Ég ákvað að hjóla á staðinn til að upplifa hversu langt þetta er og hvernig er að hjóla þangað (hef reyndar hjólað þetta einu sinni áður með mömmu og pabba).

 Hér eru upplýsingar um ferðina á staðinn.  Ég lagði af stað rétt rúmlega 8 og var, eins og sést á einnu myndinni 51 mín og 39 sek á leiðinni.  Leiðin lá um Elliðaárdalinn og þetta er að mestu upp í móti.


Veðrið var ágætt, aðeins rigning en lítill vindur.

Ég var aðeins að vandræðast á þessum stað. Hef hjólað eftir stígnum (sem ég litaði rauðan hér) en það er svo mikið lengri leið, svo ég ákvað að fara þá bláau.  Það sést ekki á þessari mynd en það er töluverð mikil brekka upp í móti á leiðinni sem ég valdi og þar er ég komin inn í hverfi sem ég þekki ekki og var því mikið að vandræðast með hvaða leið ég ætti að fara.  En ég komst þangað sem ég vildi og fór yfir nýju göngu/hjóla brúna sem er mikil samgöngubót fyrir okkur sem ferðumst ekk í bíl.

Fljótlega eftir þennan kafla þurfti ég að fara inn á þjóðveg 1.  Það fannst mér ekki skemmtilegt, þó er ágætis vegöxl meðfram  veginum en ökumenn virðast ekkert hæga á sér og það er ansi mikil umferð stórra vörubíla og mér leið ekki vel að hjóla þar.
En ég komst á leiðarenda, nokkuð þreytt en ánægð með sjálfa mig.

Að hjóla heim var mikið einfaldara, næstum allt niður í móti, þó ég hafi aðeins tínt áttum í sama hverfi og á leiðinni uppeftir.  Nú ákvað ég að prófa annan síg sem leiddi mig inn í hesthúsahverfi.  Þar fékk ég leiðbeiningar frá hestamanni og komst á rétta stíginn.  Var nákvæmlega 10 mínútum fljótari heim.
En þreytt var ég.  Leiðin er 2x lengi en sú leið sem ég núna hjóla í vinnuna og ég hef greinilega ekki orku til að hjóla þetta því það sem eftir lifði degi var ég grútþreytt og mjög svo orkulaus.

Hér að lokum er mynd sem ég tók á leiðinni til baka.  Hér er ég stödd á þjóðvegi 1.

Engin ummæli:

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...