Hjólaði í annað sinn nýja hjólastíginn meðfram Kringlumýrarbraut, frá Suðurlandsbraut og að Miklubraut (litað með grænu striki).
Þetta er breiður og finn stígur og það var mikil framför að fá hann. En það er tvennt sem virkar skrítið á mig. Núna var búið að mála línur á stíginn og þar sem hann liggur að Suðurlandsbraut er heila línan milli hjólastíg og göngustígs látin begja í veg fyrir hjólastíginn og loka honum. Hefði ekki verið réttara að láta línuna verða brotalínu þarna? Þetta hljóta að vera einhver mistök.
Svo eru trjábeð á tveimur stöðum við stíginn og þá er hann látinn hlykkjast meðfram beðunum. Það hefði verið flottara að hafa stíginn beinann og færa trjábeðin að mínu mati. Þetta er óþarfa hlykkir og mjög líklegt að í vetur þegar snjór liggur yfir öllu og stígurinn verður skafinn muni vélarnar fara út í trjábeð amk á meðan trén eru þetta smávaxin.
Annars eins og ég sagði í byrjun þá er þetta mjög flottur stígur og góð viðbót við stígakerfið sem nú þegar er komið.
14. október 2015
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
-
Bætti inni nýrri slóð hjá hjólabloggurum sem heitir "Hjólaðu maður". Á þeirri síðu er flipi sem heitir "Ástand stíga" og...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli