14. október 2015

Nýr hjólastígur

Hjólaði í annað sinn nýja hjólastíginn meðfram Kringlumýrarbraut, frá Suðurlandsbraut og að Miklubraut (litað með grænu striki).

Þetta er breiður og finn stígur og það var mikil framför að fá hann.  En það er tvennt sem virkar skrítið á mig.  Núna var búið að mála línur á stíginn og þar sem hann liggur að Suðurlandsbraut er heila línan milli hjólastíg og göngustígs látin begja í veg fyrir hjólastíginn og loka honum.  Hefði ekki verið réttara að láta línuna verða brotalínu þarna?  Þetta hljóta að vera einhver mistök.
Svo eru trjábeð á tveimur stöðum við stíginn og þá er hann látinn hlykkjast meðfram beðunum.  Það hefði verið flottara að hafa stíginn beinann og færa trjábeðin að mínu mati.  Þetta er óþarfa hlykkir og mjög líklegt að í vetur þegar snjór liggur yfir öllu og stígurinn verður skafinn muni vélarnar fara út í trjábeð amk á meðan trén eru þetta smávaxin.
Annars eins og ég sagði í byrjun þá er þetta mjög flottur stígur og góð viðbót við stígakerfið sem nú þegar er komið.

Engin ummæli:

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...