2. október 2015

Munur á meðvindi og mótvindi

Það er þannig að oftast hjóla ég sömu leið til og frá vinnu.  Það er helst ef veður er leiðinlegt (mikið rok) eða færðin slæm sem ég vel aðra leið.

En hér er ég með tvær myndit teknar af sömu leiðinni, önnur er í meðvindi og hin í mótvindi.  Munurinn er 6 og hálf mínúta.

Hjólað heim í meðvindi (til að sjá myndina stærri er hægt að smella á hana):

Hjólað heim í mótvindi:

Ég er ekki með hjartsláttarmæli og þess vegna er kaloríubrennslan áætluð svipuð báðar ferðirnar þó án efa hafi ég reynt nokkuð meira á mig í mótvindinum.  Svo er augljóslega ekki mikið að marka hæðarupplýsingarnar því þær eru mjög ólíkar í þessum tveimur færslum þó ég fari sömu leið.

Engin ummæli:

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...