Fór með Eyrúnu í röntgenmyndatöku á baki. Áttum tíma kl. 13.00 og vorum komnar rétt rúmlega (hræðilegt að fá stæði við Landspítalann). Talaði við dömuna í afgreiðlsunni og hún vísaði okkur til sætis.
Nú er maður vanur því að þurfa að bíða á læknastofum. Man ekki eftir því atviki að það hafi ekki gerst og venjulega pakkar maður þolinmæðinni með í töskuna þegar farið er í þessar heimsóknir. Við Eyrún tókum líka með okkur spilastokk í þetta skiptið og spiluðum rommí, ólsen-ólsen, sprite og tveggjamanna vist (eða Rússa eins og það kallaðsti þegar ég var yngri).
Þegar hálftími er liðinn er okkur farið að leiðast biðin, en eigum þó eftir smá þolinmæði í töskunni, erum stillar og höldum áfram að spila.
Tíu mínútum seinna erum við enn nokkuð þolinmóðar en þó farið að gæta pirrings og farið að ganga á varabyrgðirnar.
Enn bíðum við í tíu mínútúr en þá fáum við líka nóg af biðinni og ég fer loksins að afgreiðsluborðinu aftur.
Kemur þá í ljós að gleymst hafði að láta vita af því að við værum komnar!
Og það sorglega við þetta allt saman er að þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta kemur fyrir mig.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
-
Bætti inni nýrri slóð hjá hjólabloggurum sem heitir "Hjólaðu maður". Á þeirri síðu er flipi sem heitir "Ástand stíga" og...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
3 ummæli:
Of þolimóð kannski?
jebb held það geti eitthvað verið til í því
Veistu Fransína, ég lendi svolítið í svona málum, það er eins og horft sé í gegnum okkur þolinmóða og væna fólkið sem er ekki með skæting eða leiðindi...þurfum að taka upp aðra hætti.
Skrifa ummæli