Það sem um ræðir er Flugfélag Íslands.
Þeir eru með þennan fína hnapp neðst í póstinum sem býður upp á útsrkáningu og allt virðist voða fínt. En alltaf fæ ég póst.
Nú er það svo ef ég smelli á linkinn og set inn netfangið þá segir kerfið mér að netfangið sé ekki á skrá - samt fæ ég póst.
Ég sendi þeim póst beint með yfirlýsingu á óánægju með að vera ekki farin af listanum, en enn fæ ég póst.
O, jæja þurfti bara aðeins að pústa út um þetta. Þeir mega svo sem halda áfram að senda póst og geta fyllt pósthólfið ásamt spam póstinum sem daglega flæðir inn. Ég er komin með nýtt netfang og er laus við þetta allt. <
1 ummæli:
Jú jú þetta getur verið alveg óþolandi.
Skrifa ummæli