10. október 2006

Póstllistar.

Að skrá sig út af póstlistum getur verið meira en að segja það. Nýverið tók ég upp nýtt netfang og er að losa mig við það gamla og einn liðurinn í því er að skrá sig út af þeim póstlistum sem senda á gamla netfangið. Þetta eru allt innlendir póstlistar og hefur gengið þjáningalaust fyrir sig fyrir utan einn.

Það sem um ræðir er Flugfélag Íslands.
Þeir eru með þennan fína hnapp neðst í póstinum sem býður upp á útsrkáningu og allt virðist voða fínt. En alltaf fæ ég póst.
Nú er það svo ef ég smelli á linkinn og set inn netfangið þá segir kerfið mér að netfangið sé ekki á skrá - samt fæ ég póst.
Ég sendi þeim póst beint með yfirlýsingu á óánægju með að vera ekki farin af listanum, en enn fæ ég póst.

O, jæja þurfti bara aðeins að pústa út um þetta. Þeir mega svo sem halda áfram að senda póst og geta fyllt pósthólfið ásamt spam póstinum sem daglega flæðir inn. Ég er komin með nýtt netfang og er laus við þetta allt. <>

1 ummæli:

BbulgroZ sagði...

Jú jú þetta getur verið alveg óþolandi.

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...