Stundum eru orð að þvælast fyrir og hér eru dæmi um orð eða orðalag sem pirrar mig þessa stundina.
"Ákveðin vonbrigði" Hvað er átt við með þessu? Geta vonbrigði verið ákveðin? Svo þegar maður notar þessi tvö orð saman þá er maður í raun að meina nokkurskonar vonbrigði - ekki satt?
"Mútuþægni" Las í blaðinu um daginn að maður væri ásakaður um mútuþægni. Mér líkar ákaflega illa við þetta orð því það dregur athyglina frá því sem verið er að tala um. Miklu skýrara er að segja að maðurinn hafi verið ásakaður um að þyggja mútur.
"Verg þjóðarframleiðsla" Hvað þýðir þetta eiginlega? Og svo er orðið "verg" svo hræðilega ljótt eitthvað.
31. október 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
-
Bætti inni nýrri slóð hjá hjólabloggurum sem heitir "Hjólaðu maður". Á þeirri síðu er flipi sem heitir "Ástand stíga" og...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
5 ummæli:
Tja þetta er náttúrulega spurning um þetta mál okkar, hvort við eigum að reyna að viðhalda fjölbreytileika þess eður ei. Ég man eftir því að hafa verið sagt hvað vergþjóðarframleiðsa er, þetta er hugtak í viðskiptafræðinni eða eitthvað álíka skemmtilegt.
Er maður ekki svolítið mikið pirraður þegar þessi orð eru farin að halda fyrir manni vöku?
Bjarney fer nú snemma að sofa held ég og lítið sem ekkert getur haldið fyrir henni vöku, nema kannski...ég ætla að segja það... VEERG!!!!
Verg þýðir "heildar" þannig að þetta þýðir einfaldlega heildarlandsframleiðsla. Nánari upplýsingar eru á hinum stórfróðlega vef www.rikiskassinn.is
Þar er formúlan fyrir heildarlandsframleiðslu sett fram þannig:
Verg landsframleiðsla = einkaneysla + samneysla + fjárfesting + birgðabreyting + útflutningur - innflutningur
Og þar hefur þú það.
Þakka þér anonymus fyrir þennan fróðleik.
Ég skil samt ekki ennþá afhverju í ósköpunum er ekki bara sagt heildarframleiðsla ef það er það sem þetta þýðir.
Skrifa ummæli