26. október 2006
Helga, blessa þessi jól
Í gær var kóræfing. Fyrsta kóræfingin þar sem lagið hans pabba var æft í raddsetningu sem ég og Arnar bróðir gerðum fyrir afmælið hans pabba. Þetta er sem sagt lagið sem fjölskyldukórinn söng í afmælinu við texta sem Eyrún og ég sömdum.
Textinn sem nú var notaður er sá sem lagið var upphaflega samið við eða jólakveðja frá Bjarna (Minnu maður). Mér tókst að skella inn textanum við lagið og prenta það út fyrir kóræfinguna í gær (með töluverðum vandærðum og mikilli hjálp frá Elíasi því tæknin var að stríða mér). En svo vantaði titil á verkið. Textinn endar á því að drottinn er beðinn um að helga og blessa jólin og fannst mér tilvalið að nota það sem titil. Það var svo ekki fyrr en á æfingunni að menn spurðu: "Hver er þessi Helga?" sem ég áttaði mig á mistökunum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
-
Bætti inni nýrri slóð hjá hjólabloggurum sem heitir "Hjólaðu maður". Á þeirri síðu er flipi sem heitir "Ástand stíga" og...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
4 ummæli:
Viltu að ég hringi í múttu? Hún væri örugglega til í létta blesssun ef því er að skipta.
Já auðvitað er átt við þá Helgu, ég var samt með aðra í huga : )
Skemmtilegt þetta. Verð að skjóta aðeins á þig frænka. Ég er Sigurðarson en ekki Sigurðsson.
Jebbs búin að fá skilaboðin og búin að laga, kæri frændi. Biðst innilega afsökunar á þessum leiðu mistökum.
Skrifa ummæli