Aumingja bankinn minn er svo fátækur og illa staddur að hann þarf að hækka Tilkynninga- og greiðslugjald á láninu mínu um 127%! Á greiðsluseðlinum með gjalddaga 1.2.2007 var þetta gjald kr. 225 og er nú á seðlinum 1.3.2007 kr. 510.
Hagnaðurinn á síðast ári var auðvitað ekki nema 85,3 milljarðarkróna (eftir skatt) svo það er skiljanlegt að þetta er nauðsynleg gjaldtaka.
Ég spurðist fyrir í dag hvers vegna þetta væri. Svarið var að þjónustustigið hefði hækkað og þetta væri til að koma til móts við kostnað!!! Þjónustustig hvað???? Algjörlega óskiljanlegt að mínu mati. Mér var einnig sagt að það væri ekki nokkur leið að minnka eða komast hjá þessari gjaldtöku með því t.d. að hætta að fá seðilinn sendann heim og hafa hann bara í heimabankanum eða með einhverjum öðrum ráðum.
Ef það væri ekki svona dýrt að skipta um banka þá mundi ég gera það á stundinni. Svo skilur ríkisstjórnin ekkert í því af hverju menn skipta ekki oftar um banka hér á landi. GÆTI ÞAÐ KANNSKI HAFT EITTHVAÐ AÐ GERA MEÐ STIMPILGJÖLD OG ÞESS HÁTTAR LÁNTÖKUKOSTNAÐ? Ég bara spyr...
5. mars 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Hjólaði samtals 231 km í mánuðinum þar af 113 til og frá vinnu. Tók mér 3 orlofsdaga í mánuðinum og var veik 2. Hjólaði 49 km á stóra hjól...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
3 ummæli:
Þetta er ótrúlegt helvíti!!! Og skrítið á tölvuöld að ekki sé hægt að fá þetta sent bara í heimabankann eins og flest annað...
Þetta lagast allt eftir byltinguna V fyrir ventettu!
Ég þoli ekki útskýringar, sem í raun útskýra ekki neitt!
það er alltaf hægt að koma með útskýringar á hinu og þessu, en þegar upp er staðið þá er það alltaf við sem töpum.
gengi krónunnar styrkist eða veikist, skiptir ekki máli, ég græði ekkert á þvi. En merkilegt nokk að ef kostnaður er svona mikill, hvernig getur þá hagnaðurinn verið svona mikill, og hvers vegna er þá ekki hægt að minnka hagnað og keyra niður kostnað með einhverju móti?
Skrifa ummæli