Það er svo skemmtilegt núna að verið er að klæða afrennslislögnina hjá okkur. Þetta hefur gengið svona upp og ofan. Aðalvandamálið er þó samskiptaleysi milli verktaka og verkkaupa.
Samþykkt var að fara í þessar framkvæmdir á húsfundi. Verð gefið upp og sagt að verktaki gæti hafið störf svo til strax. Einnig var tilkynnt að einn dag væri ekki hægt að nota vatn í búðunum því þann dag væri verið að blása n.k. hulsu inn í lögnina til klæðningar, en auðvitað fengjum við að vita það með fyrirvara.
Jú, jú gott og blessað. Það er ljóst að kominn var tími á þessar framkvæmdir. Lagnirnar voru í upphafi stíflaðar af möl, sem ver hreynsuð út til að hægt væri að mynda lagnirnar. Og sagt að ef ekkert væri aðgert mundu þær fyllast aftur með tíð og tíma.
En nú líður og bíður og ekkert gerist.
Síðan einn daginn hringja dæturnar í mig og er mikið niðri fyrir, verið er að grafa upp beðið okkar fyrir framan hús. Enginn látinn vita, bara mætt á staðinn og hafist handa.
Og þannig var það líka í gærmorgun, þegar einn nágranninn bankaði uppá og sagði að í dag ætti að klæða lögninga og ekki mætti nota vatn þann daginn! Þetta var um kl. 8.30, og fengum við hálftíma frest til að bursta tennur og annað nauðsynlegt áður en vatnsbannið tæki gildi.
Þetta var nú helst til of stuttur fyrirvari að okkar mati. En auðvitað viljum við að þessu verki ljúki sem fyrst svo við tuðum bara okkar á milli.
Í gær var mikill dagur. Hrund að ljúka grunnskólanum og um kvöldið var heljarinnar útskriftarveisla á vegum skólans í sal hér í hverfinu. Nýbygginging er ekki að fullu tilbúin til að taka við svona hófi. Hún fékk líka að vita að hún hefur fengið inngöngu í Klassísla listdansskólann næsta vetur. Við seldum hornsófann okkar (í gegnum Barnaland.is) og við flúðum húsið vegna vatnsbanns og fnyks af völdum þessarar lagnaklæðningar.
Fnykurinn er eitthvað í átt við bensínlykt, en bara ágengari. Og á endanum ákváðum við að ekki væri hægt að sofa í þessu og fengum að kúra á dýnum hjá tengdaforeldrunum.
Eitthvað bilaði hjá lagnamönnum í gær og þeir náðu ekki að ljúka verkinu, en ætla að koma í dag og vonandi gengur allt vel 0g við getum farið að lifa eðlilegu lífi aftur.
7. júní 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Hjólaði samtals 231 km í mánuðinum þar af 113 til og frá vinnu. Tók mér 3 orlofsdaga í mánuðinum og var veik 2. Hjólaði 49 km á stóra hjól...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
2 ummæli:
Framkvæmdir eru leiðinlegar, en því miður nauðslinlegar!!!
En til hamingju með hana Hrund, ég gleymdi að segja það við þig í gær þegar ég hringdi (sjálfselskupúkinn kom upp í mér) komin inn í skólann und alles, frávært!! :)
Vá, til hamingju Hrund!!
vonandi klára þeir þetta sem fyrst, þeir gátu samt varla lent á umburðalyndara fólki :)
Skrifa ummæli