Matjurtargarðurinn gengur glimrandi vel. Fengum okkur í gær salat með radísum og káli úr garðinum. Grænmeti bragðast alltaf best þegar maður ræktar það sjálfur.
En nú er spurningin. Á að hafa plastið yfir garðinum í allt sumar eða er kominn tími til að taka það af?
Nú eru kartöflugrösin vel sprottinn og farin að nálgast toppinn á "gróðurhúsinu" en gulræturnar eru ekki nærri tilbúnar þó grösin af þeim líti ágætlega út. Radísurnar eru eins og fyrr sagði lengra á veg komnar og kálið er alveg hægt að nota þó það eigi líklega eftir að stækka töluvert meira.
Er ekki einhver fróður þarna úti sem getur sagt mér til?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Hjólaði samtals 231 km í mánuðinum þar af 113 til og frá vinnu. Tók mér 3 orlofsdaga í mánuðinum og var veik 2. Hjólaði 49 km á stóra hjól...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
1 ummæli:
Ég hygg að plastið sé hugsað sem einangurun til að verjast frostum sem vilja koma snemma vors. Þegar svona langt er liðið á sumarið er ekki hætta á sklíku meir og plastið því óþarft.
Skrifa ummæli