Ég skal viðurkenna það að mér þykir óskaplega gaman að fá athugasemdir við bloggið mitt og bíð spennt eftir hverja nýja færslu að einhver skrifi.
En hvernig er maður með að skrifa á önnur blogg?
Það er æði misjafnt. Eins er mjög miserfitt að láta sér detta eitthvað í hug til að setja við hjá öðrum. Svo er það líka þannig að maður skrifar ekki á blogg hjá hverjum sem er. Það eru þónokkrir skrifarar sem ég hef á skoðunarlistanum mínum, en ekki nema í mesta lagi helmingur sem ég mun nokkurntíman koma til með að skrifa hjá.
En af hverju ætli það sé? Nú er vitað að bloggið er fyrir alla til að lesa sem detta inn á síðuna og maður veit vel að af og til slæðast inn einhverjir sem eru utan nánustu fjölskyldu og vina, eins og maður sjálfur fer inn á hinar og þessar síður. Af hverju kvittar maður ekki fyrir innlitið, sérstaklega þegar skrifin eru skemmtileg og áhugaverð?
Eru þetta enn ein af þessum óskrifuðu lögum?
Ég a.m.k. skrifa bara á blogg hjá þeim sem vita að ég skoða síðurnar þeirra og þeir sem skrifa á mína síðu eru þeir sem ég veit að kíkja á mína síðu. Ég hef bara einu sinni fengið kommennt frá utanaðkomandi og þá var það útlendingur sem enganvegin skildi það sem ég var að skrifa um, en var að safna sér bloggvinum héðan og þaðan úr heiminum.
Hvernig er það með ykkur? Skrifið þið athugasemdir hjá fólki sem þið þekkið ekki?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Hjólaði samtals 231 km í mánuðinum þar af 113 til og frá vinnu. Tók mér 3 orlofsdaga í mánuðinum og var veik 2. Hjólaði 49 km á stóra hjól...
-
Mig hefur lengi langað til að prófa að þæfa ull og lét þann draum rætast þessa helgi. Ég átti plötulopa og notaði stærstu prjónana sem ég á....
7 ummæli:
Það er sama hér, ég skrifa bara hjá þeim sem þekkja mig eða kannast vel við mig. En ég myndi gjarna vilja sjálf fá comment frá öllum sem skoða síðuna mína, finnst það bara skemmtilegra.
Og takk fyrir myndirnar :D Hún er svo falleg ballerína hún dóttir þín. Skilaðu kveðju til hennar, vildi að ég hefði getað séð sýninguna.
Hæ, Bjarney!
Nei, ég skrifa yfirleitt ekki hjá fólki sem ég þekki ekki og alltof sjaldan hjá fólki sem ég þekki.
Lest þú stundum mitt blogg?
Kannast vel við þetta frænka. Finnst ég alltaf verða að vera ægilega fyndinn í kommentum sem ég er svo sjaldan svo ég sleppi því. Stóðst það þó ekki núna, enda ert þú líka duglegasta "bloggan". Sparkaðu nú miðlungsfast í bræður þína og segðu þeim að fara að blogga aftur.
Jú finnst nauðsinlegt að kvitta fyrir að ég hafi lesið, en stundum ef ég er á síðu sem ég er tiltölulega ókunnur þá finnst mér óþarfi að kvitta, nema að viðfangsefnið sé þeim mun áhugaverðara.
En Erpur, ég hefi veirð duglegur að setja færslur á bloggið mitt svo ekki láta sparka í mig plís!! : )
Hellú..
Ég kvitta yfirleitt ekki hjá þeim sem ég þekki ekki nema eins og bbulgroz ritar viðfangsefnið sé þeim mun áhugaverðara.. Kvitta yfirleitt hjá þeim sem ég þekki en þó ekki við hverja færslu sem ég les.. Gleymi því og er orðin allt of löt í Blogginu þessa dagana.. er haldin Blogglægð.. er hins vegar mjög dugleg að lesa skemmtileg Blogg eins og hjá þér kæra frú.
Kv. Irpa
Blessuð sértu :)
Ég kvitta aðeins á þau blogg þar sem ég þekki til, annað finnst mér óviðeigandi.
Takk fyrir ahugaverd blog
Skrifa ummæli