Nú er átakið "Hjólað í vinnuna" í fullum gangi. Þátttakendur eru með eindæmum heppnir með veður, enda sést það á fjölda hjólreiðamanna þessa dagana. Í morgun sá ég hvorki fleiri né færri en 14 hjólara, fyrra met á þessu vori eru 8 svo það er mikil fjölgun (og þá er einungis átt við morgunumferð það eru miklu fleiri á ferli seinni part dags).
Það er vert að ítreka fyrir mönnum að á Íslandi gildir hægri umferð, líka á göngustígum.
Ég er ekki þáttakandi í átakinu í ár, þó ég hjóli í vinnuna á hverjum degi. Pínu skrítið en svona er það nú samt. Og ekki nóg með það heldur er mælitækið mitt á hjólinu eitthvað bilað (grunar að rafhlaðan sé orðin léleg) og það er hætt að segja mér hvursu hratt ég fer og hvað langt. Verð að koma því í lag sem fyrst því ég hef svo gaman að tölulegum upplýsingum.
14. maí 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Mig hefur lengi langað til að prófa að þæfa ull og lét þann draum rætast þessa helgi. Ég átti plötulopa og notaði stærstu prjónana sem ég á....
-
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
1 ummæli:
Jahhá...þetta með að hjóla í vinnuna segiru!!! Ég þykist ætla að vera voða dugleg að hjóla í sumar...eftir frí :) Reyndar á ég ekki hjól en Lena eldri dóttir mín á þetta líka fína hjól sem hún notar lítið, svo að mamma "gamla" ætlar að nota sér það þegar það verður hægt :)
Skrifa ummæli