Við þessa hreyfingu eyddi ég upp 353 kaloríum.
Hámarks hraðinn hjá mér var 15,8 km/klst en meðalhraðinn 8,4 km/klst.
Já, ég er búin að kaupa mér nýja og flotta græju sem heldur utan um alla mína hreyfingu af nokkuð mikilli nákvæmni. Græjan heitir Garmin Forerunner 205 og er á stærð við stórt armbandsúr. Hún tengir sig við gervihnött áður en lagt er af stað (helsti gallinn hvað hún er lengi að því og mér þykir leiðinlegt að bíða, er ca. 1 mín að ná sambandi).
Svo þegar ég kem heim (og það er það flottasta) þá hleð ég upplýsingunum inn í tölvuna mína og þá get ég farið nákæmlega yfir ferðalagið mitt. Séð hversu hratt ég fór á hverjum stað, séð hvort ég fór upp eða niður brekku og hversu brött hún var (á þó eftir að læra betur á að lesa úr þessum línum öllum saman).
Ps. Er ekkert sérlega bjartsýn í dag á að ná að hlaupa 10 km í ágúst. Finnst það sem ég hljóp í morgun vera nokkuð langt og sé mig ekki hlaupa þá vegalengd 2x í einu lagi.
3 ummæli:
jú sjáðu til...þú hljópst c.a. 5 km í dag og fórst það á mismiklum hraða. Í 10 km eru aungvar brekkur og þú ferð aldrei upp í 15.8 km hraða og ferð heldur aldrei niður í 8 km...þú heldur máski 10 km hraða allan tímann, þá ertu klukkutíma að þessu. En við undirbúning taktu þá inn á milli styttri vegalengdir
(2-3 km) (eitt og eitt kveldið) og hlauptu það hraðar eða um 12-16 km hraða en haltu hinu skokkinu áfram, þú ert á hárréttri leið, þetta kemur!
Þetta er meira vinna í hausnum en í skrokknum. Svona yfirlýsingar um að þú haldir að þú getir þetta ekki eru héðan í frá bannaðar. Jákvæðni er eina leiðin til árangurs.
Just dúitt!
Flott græja bæðevei :Þ
Takk fyrir ráðleggingar.
Hef veið í einhverri niðursveiflu þarna. Kemur ekki fyrir aftur.
Skrifa ummæli