Jæja, nú er ég aldeilis stolt af mér. Skokkaði heila 7 km í morgun án þess að taka labbikafla.
Veðrið var mjög svo ákjósanlegt og ég fór af stað með það í huga að fara 3 km án þess að labba en þegar því markmiði var náð var ég í það góðu formi að ég ákvað að bæta við 1 km og sjá svo til
og þannig var það út hlaupið. Eftir 6 km var ég farin að finna fyrir þreytu í hægra lærinu en fannst ómögulegt að fara að labba þegar aðeins 1 km var eftir.
Leiðin sem ég fór plottaði ég út frá Borgarvefsjá. Það sést svo sem ekki vel á þessu korti hvert ég fer. Í grófum dráttum byrja ég að að skokka niður að Sæbraut og yfir hana, yfir Elliðaárnar og undir Miklubraut. Aftur yfir Elliðaár á hitastokkum (held þeir séu það amk). Inn fyrstu undirgöng undir Sæbraut og stígurinn eltur og yfir göngubrúna yfir Miklubraut. Síðan meðfram Suðurlandsbraut alveg að Reykjavíkurvegi og niður hann smá spöl og síðan inn í Laugardalinn. Framhjá Glæsibæ og fljótlega eftir það var ég komin 7 km. Það sem vantaði uppá til að komast heim labbaði ég bara.
Garmin tækið mitt er yndislegt. Fyrir hlaupið set ég inn hversu langt ég ætla að hlaupa og hversu lengi (er með plan frá Öddu sem er frábært) og síðan þegar ég hleyp (skokka) af stað þá er tækið með ímyndaðan kall sem hleypur með mér og ég keppi við. Ef ég er á undan honum þá spilar tækið stutt sigurlag þegar vegalegnd er náð.
Neðra línuritið sýnir eitthvað sem kallast pace og efri línan hraðann.
Ég er virkilega ánægð með árangurinn og er mjög svo bjartsýn á það að ná lokatakmarkinu 23. ágúst og jafnvel á sæmilegum tíma.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
-
Bætti inni nýrri slóð hjá hjólabloggurum sem heitir "Hjólaðu maður". Á þeirri síðu er flipi sem heitir "Ástand stíga" og...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
2 ummæli:
Ég gratúlera! Þetta er glæsilelgur árangur.
Glæsilegt :)
kv
Adda
Skrifa ummæli