3. júlí 2008

Íþróttafréttir

Á þriðjudaginn var 1. júlí 2008 var á Rás 1 viðtal við mann að nafni Hrafnkell í þættinum Dr. Rúv. Var hann spurður að því hvers vegna ekki væri sýnt meira af íþróttum s.s. skautadansi, dýfingum, fimleikum ofl. slíku í fréttaþáttum sjónvarps.
Svörin voru óskýr og ég fékk á tilfinninguna að ástæða væri sú að þeir sem kaupa inn efnið finnist þetta ekki vera áhugavert.

Þetta vakti mig til umhugsunar. Því þannig er að íþróttafréttir eins og þær eru í dag eru fréttir sem ég forðast af því þar er ekki efni sem höfðar til mín á nokkurn hátt. Boltaíþróttir finnst mér ekki skemmtilegt að horfa á (hvort sem það er karla eða kvennalið) en þær fá stærstan hluta af fréttunum. Síðan kemur golf, bílaíþróttir (einnig leiðinlegt) og stundum tennis eða sund (allt í lagi, getur verið gaman að horfa á).
Eins er með dagblöðin. Þau eru nú flest farin að hafa sérblað með þessum fréttum svo auðvelt er að hoppa yfir þær fréttir og það er einmitt það sem ég geri.

Og nú velti ég fyrir mér. Er þetta ekki óplægður akur? Það gæti komið mér til að horfa á íþróttafréttir ef myndir af skautadansi, dýfingum eða fimleikum væru sýndar oftar. Ég er ekki að biðja um beinar útsendingar (ekki viss um að ég gæfi mér tíma í að horfa á það) heldur frekar sýnishorn af því sem er að gerast. Er það ekki hagur íþróttafrétta að sem flestir horfi á þær?

1 ummæli:

BbulgroZ sagði...

TJa drottning íþróttanna er jú fótboltinn sem er eitthvað það yndislegasata sem maður getur horft á eða leikið sér í. Golfið kemur víst þar á eftir (hvað vinsældir varðar fjölda iðkenda) og aðrar íþróttir hafa sáralítið áhorf. Skautadans, dýfingar og fimleikar eru eitthvað það allra leiðinlegasta sem ég get horft á. En svona er þetta misjafnt.

Þeir hjá Rúv verða vísta að sýna frá íslesnkum íþróttum og helst öllu þar, svo taka þeir það vinsælasta og sýna að utan. Mér persónulega finnst allt of mikið af "jaðar"íþróttum í íþróttaþáttum á rúv, enginn fótbolti : (

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...