7. júlí 2008

Plöntur og hjól

Snemma í sumar settum við niður tómatfræ úr kirsuberjatómat. Tvær plöntur komu upp, en önnur dó fljótlega eftir að hún var sett í sér pott. Hin lifir góðu lífi og það er ótrúlegt hvað hún sprettur. Í gærmorgun brá ég reglustriku á hana og þá var hún 23 cm á hæð.


Í morgun gerð ég það sama og þá er hún orðin 27 cm. Hefur hækkað um 4 cm á einum sólarhring. Það kalla ég bara nokkuð gott, en hinsvegar er spurning hversu lengi hún kemst fyrir hjá okkur með þessu áframhaldi.








Svo er það þannig að við erum með tvö barnahjól sem við viljum gjarnan koma frá okkur. Þau eru bæði á 24 tommu dekkjum en stellin eru mis stór. Nú veit ég ekki hvernig stellstærð er mæld svo ég mældi frá jörðu upp á stýri og á Trek hjólinu er hæðin 34 tommur og 36 tommur á því græna.
Þau þarfnast bæði viðhalds þar sem þau hafa staðið óhreyfð í nokkurn tíma og voru úti í allan vetur. Láttu mig vita ef þú hefur áhuga.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

that's really cute..wish i had one too.

Bjarney Halldórsdóttir sagði...

Vó, það hefur engin nokkurntíman verið svona fljótur að kommenta hjá mér. Ég var varla búin að setja bloggið út á vefinn þegar þetta komment kom.

Hmm... ætli "lotto nubers" sé þá virkilega að meina það sem hann/hún skrifar?

Nafnlaus sagði...

I wish I had the "right" lotto numbers :D

En þessar tómatplöntur eru hundleiðinlegar. Blöðin brenna í of mikilli sól, svo er plantan einhvernveginn útum allt og þarf helst að vökva þetta daglega! Mín fór í ruslið.

BbulgroZ sagði...

Dálítð magnað ég er með einhverja vafningsjurt inn í stofu sem vefur sig utan um vír í fallegan hring. Nú hefir hún tekið á það ráð að vaxa út úr þessum hring, tveir sprotar sem eru orðnir c.a. meter á lengt teigja sig út og suður. Í gær sá ég svo að þessir tveir angar hreyfa sig, ég sat furðu lostinn sá annan sprotann færa sig rólega frá vegnum í átt að glugganum og svo kom hinn á eftir en á töluvert meiri hraða. Ef ég kommenta ekkert er í næsta bloggi hja þér þá hringið á sérsveitina!!

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...