Fékk í gær bréf frá bankanum um nýja greiðsluáætlun á greiðsluþjónustunni. Enn og aftur umtalsverð hækkun, en við höfum ekki gert neina breytingu á því sem verið er að borga.
Það sem er í greiðslu hjá okkur er: Sími, rafmagn, fasteignagjöld, ruv, húsfélagið og lánið af íbúðinni.
árið 2006-7, greiddum við kr. 58.000,-
árið 2007-8, kr. 62.500,- hækkun um 4.500 á mánuði eða 7,8% hækkun
árið 2008-9, kr. 79.000,- núna hækkun um 16.500 á mánuði eða 26,4% hækkun!
Sama tímabil hækkuðu launin mín um 9% milli fyrstu tveggja tímabilanna og um 16,9% milli seinni tveggja. Miðað við þetta eru tekjurnar okkar að skerðast töluvert.
Og nú hef ég ekki tekið með í reikninginn matvörur eða fatnað en við vitum öll að þau útgjöld hafa hækkað töluvert undanfarið.
Ætli maður neyðist ekki til að herða sultarólina um eitt gat eða svo.
11. september 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Hjólaði samtals 231 km í mánuðinum þar af 113 til og frá vinnu. Tók mér 3 orlofsdaga í mánuðinum og var veik 2. Hjólaði 49 km á stóra hjól...
-
Mig hefur lengi langað til að prófa að þæfa ull og lét þann draum rætast þessa helgi. Ég átti plötulopa og notaði stærstu prjónana sem ég á....
3 ummæli:
Usss...ljótt er ef satt er!
Jú ég hef svipaða sögu að segja systir góð en mikið djö. vildi ég vera að borga það sama og þú í greiðsluþjónustuna :Þ
He he...já ég líka Þórhalli...ég er nákvæmlega með 2x hærri upphæð + 20 þús kall :( En það er jú ekki neinum að kenna nema manni sjálfum hm.
Skrifa ummæli