En afhverju ætli haustútgjöldin komi mér alltaf svona á óvart?
Þetta er á hverju hausti, nýjar skólabækur, nýjir leikfimiskór og úlpur orðnar of litar. Vetlingar týndir eða ónýtir og fleira þvíumlíkt.
Ég var þó undirbúin fyrir annríkið á þessum tíma, sem er reyndar minna en venjulega. Kórinn ekki byrjaður að æfa, stelpurnar orðnar það stórar að ekki er eins mikið um afmælisveisluhald og áður. Og jafnvel minna fyrir því haft.
En það er samt púsluspil að koma öllu fyrir innan hvers dags og á hverjum degi eitthvað skipulagt sem þarf að gerast eða undirbúa.
Á morgun (3. sept) á t.d. Eyrún afmæli og þá verður eitthvað gert til að gleðja hana. Mæli með því að þið sendið henni afmæliskveðju á bloggið hennar: http://www.eyrun-virgo.blogspot.com/
1 ummæli:
Til hamingju með afmælisstelpuna þína..
En ég er hingað komin til að Klukka þig og þú ræður hvort þú lætur tilleiðast.. ég lét allavega plata mig ;)
kv. Irpa
Skrifa ummæli