26. september 2008

Hjólafréttir

Frábær upplifun að hjóla í vinnuna í morgun, verð bara að segja frá því.
Fyrrihluta leiðarinnar var ég í nokkuð sterkum hliðarvindi sem þó meira ýtti á eftir mér frekar en hitt. En svo eftir smávægilega beygju varð all í einu logn eða a.m.k tilfinning eins og það væri logn og hún varði alveg þar til ég mætti öðrum hjólreiðamanni sem hafði gefist upp á að hjóla móti vindinum og teymdi hjólið sitt áfram.

Ég sem sagt hafði hressilegan meðvind í morgun og þegar ég skoðaði Garmin mælitækið á áfangastað sá ég að hámarkshraðinn hjá mér í þessari ferð var 37 km/klst sem er nokkuð meira en venjulega með mikið minna streði af minni hálfu.

Lifi meðvindurinn!

1 ummæli:

Refsarinn sagði...

Jú það var sérlega ljúft að hjóla í morgun og fór ég samt í mót þessum vind þínum. Danskur pólitíkus enn lofaði eitt sinn í kosningarham að ef hann kæmist á þing væri alltaf meðvindur. Hann fékk svo mörg atkvæði að hann tók þátt í stjórnarmyndun með þeirri málamiðlun að það væri meðvindur í annaðhvert skipti :Þ

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...