Jæja þá er komið að því. Það er verið að setja nagladekk undir hjólið og á nú að reyna sig við vetrarhjólreiðarnar.
.
Ég er svo ekki tilbúin að hætta að hjóla og var eiginlega farin að kvíða hreyfingaleysinu sem fylgir oft vetrinum (nema ef vel snjóar og hægt er að grípa í skófluna).
Mín dekk munu hafa 240 nagla í sér og skilst mér að það eigi að duga vel hér innanbæjar.
.
Þá er bara eftir að fá sér gott ljós til að sjá götuna og spurning hvort karfan verði að fjúka til að það komist fyrir? Þeir hjá Borgarhjólum gátu á sínum tíma fiffað fyrir mig blikkljósið á körfuna (skrítið hvað ekki er gert ráð fyrir að svona græum á hjól með körfu) en ég á eftir að finna þetta út með ljósið. Ætli ég þurfi ekki nýja vettlinga líka? Jæja við sjáum nú til.
.
Eins gott að maður gugni svo ekki á öllu saman. Hef núna tvisvar sinnum snúið við vegna hálku og verið skuttlað í vinnuna, en eftir nagladekkjaásetningu verður hálkan ekki lengur afsökun.
Verð að viðurkenna að ég hlakka til að prófa mig í snjónum og stend mig að því að vona að hann láti sjá sig allavega smá, en það borgar sig að fara varlega með óskirnar...
.
Spennandi tímar framundan.
4 ummæli:
Ég er búinn að detta einu sinni í hálkunni og reif fínu gammósíurnar mínar. Hvar kaupir maður svona dekk segiru?
Æ það er svo vont að detta.
En ég fór nú bara í lúxusinn í Erninum. Dekkið kostar kr. 7.990,- (stykkið) og svo bætist eitthvað við fyrir að setja herlegheitin undir gripinn.
Er ekkert erfitt að hjóla á nagladekkjunum þegar enginn er snjórinn eða hálkan?
kv
Adda
Heyrðu ég var einmitt svolítið hrædd við það. En það var ekkert mál þennan stutta spöl frá verkstæðinu og heim.
Það kemur þó í ljós betur á morgun á leið í vinnuna.
Skrifa ummæli