Eftir vinnu í gær fór ég með samning á faseignasölu, já við erum búin að setja íbúðina okkar á sölu. Sjáum hvað gerist.
Síðan fórum við Hrund og keyptum okkur skó. Mér finnst skór sem kosta meira en 5 þús kall of dýrir, en þannig fór nú samt að við keyptum okkur báðar of dýra skó af því verðmatið hjá mér er greinilega brenglað.
Eftir skókaup fórum við öll fjölskyldan á Pizza-Hut Sprengisandi og fengum okkur að borða. Þjónustan þar var alveg hreint frábær og manni fannst maður vera á fínasta veitingastað. Vonandi verður Alexander aftur þjónninn okkar næst þegar við förum þangað.
Södd og sæl eftir fínustu máltíð fór ég svo á námskeið í ræktun matjurta hjá Endurmenntun Háskólans. Við vorum rétt að komast í gír að tala um motlugerð þegar tíminn var búinn en ég er áhugasöm um jarðgerð og finnst fátt skemmtilegra en að búa til eitthvað nytsamlegt úr svo til engu. En kennarinn lofaði að halda áfram með þá umræðu í seinni tímanum.
Ég var einmitt að kraka í jarðgerðarkössunum okkar um páskana og ætla mér að halda því áfram við fyrsta tækifæri. Því núna er einmitt rétti tíminn til að stinga upp matjurtargarðinn og setja í hann næringu (nýju fínu moldina sem hefur verið að myndast síðast liðið ár eða svo).
Svolítið fyndið að fara á námsekiðið með ekki stærri en 3 m2 matjurtargarð en draumurinn er að eingast nýjan garð á nýjum stað, svolítið stærri og geta ræktað fleiri tegundir. Hingað til hef ég sett niður ca. 11 kartöflur, tvær raðir af gulrótum og tvær af radísum og tvær af salati. Bara nokkuð gott fyrir svona lítinn garð.
Es. 7 hjólreiðamenn, fór Suðurlandsbrautina.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Hjólaði samtals 231 km í mánuðinum þar af 113 til og frá vinnu. Tók mér 3 orlofsdaga í mánuðinum og var veik 2. Hjólaði 49 km á stóra hjól...
-
Mig hefur lengi langað til að prófa að þæfa ull og lét þann draum rætast þessa helgi. Ég átti plötulopa og notaði stærstu prjónana sem ég á....
2 ummæli:
Þú ert algjör snillingur Bjarney og hefur alltaf verið :)Ef þú ert ekki hagsýn, hver er það þá????
Skrifa ummæli