Að lokum klippti ég valdar greinar af birkitrjám úr framlóðinni og setti í vatn, ætli þær nái að springa út um páskana?
23. mars 2010
Garðvinna
Fékk lánaðnn þennan fína greinakurlara og kurlaði þær greinar sem ég klippti og sagaði af birkirunnunum í febrúar og líka rótarsprota af reynitrjám. Þetta var vikrilega skemmtileg vinna og útkoman fullur ruslapoki af kurli.
Að lokum klippti ég valdar greinar af birkitrjám úr framlóðinni og setti í vatn, ætli þær nái að springa út um páskana?
Að lokum klippti ég valdar greinar af birkitrjám úr framlóðinni og setti í vatn, ætli þær nái að springa út um páskana?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
-
Bætti inni nýrri slóð hjá hjólabloggurum sem heitir "Hjólaðu maður". Á þeirri síðu er flipi sem heitir "Ástand stíga" og...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
2 ummæli:
Mikið ertu myndarleg þarna með kurlarann á fullu að gera garðinn frægan:-)
Og mikið óskaplega er þetta falleg, róandi og hlýleg mynd af lampanum hans pabba þíns og þessum líka fallegu birkigreinum. Já ég held þær nái að opna sig fyrir páska, þær eru fallegastar svona áður en þær springa alveg út, svo bara halda þessu áfram. Mér finnst gott að þvo þær vel í baðkari áður en ég set þær í vasann. Það bæði þvær af pöddur sem sofa og geta skellt sér í stofublómin, en líka kveikir eldinn í þeim, svo þær taka fyrr við sér.
Þværð þær segirðu. Mér datt það ekki í hug, en góð hugmynd. Notarðu einhver efni út í vatnið t.d. grænsápu?
Skrifa ummæli