23. mars 2010

Garðvinna

Fékk lánaðnn þennan fína greinakurlara og kurlaði þær greinar sem ég klippti og sagaði af birkirunnunum í febrúar og líka rótarsprota af reynitrjám. Þetta var vikrilega skemmtileg vinna og útkoman fullur ruslapoki af kurli.

Að lokum klippti ég valdar greinar af birkitrjám úr framlóðinni og setti í vatn, ætli þær nái að springa út um páskana?

2 ummæli:

abelinahulda sagði...

Mikið ertu myndarleg þarna með kurlarann á fullu að gera garðinn frægan:-)
Og mikið óskaplega er þetta falleg, róandi og hlýleg mynd af lampanum hans pabba þíns og þessum líka fallegu birkigreinum. Já ég held þær nái að opna sig fyrir páska, þær eru fallegastar svona áður en þær springa alveg út, svo bara halda þessu áfram. Mér finnst gott að þvo þær vel í baðkari áður en ég set þær í vasann. Það bæði þvær af pöddur sem sofa og geta skellt sér í stofublómin, en líka kveikir eldinn í þeim, svo þær taka fyrr við sér.

Bjarney Halldórsdóttir sagði...

Þværð þær segirðu. Mér datt það ekki í hug, en góð hugmynd. Notarðu einhver efni út í vatnið t.d. grænsápu?

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...