5,69 km, ferðatími 35 mín, 9,7 km/klst meðalhraði, 18,8 km/klst hámarkshraði.
Var á ferðinni milli kl. hálf átta og átta. Ekkert búið að skafa stígana. Skv. texta á þessari síðu hjá Reykjavíkurborg á að vera búið að skafa stofnbrautir í forgang fyrir kl. 7 á morgnana. Svo eru þau með kort sem sýnir hvernig stígum er skipt niður í forgang, sjá hér. Skv. þessu korti er hlutu stíga við Sæbraut á mesta forgangi og hefði því átt að vera búið að skafa þar eða a.m.k hefði ég átt að mæta snjóhreinsitæki á leiðinni. En það var ekki.
Samt var hægt að hjóla á stígunum í dag þar sem þeir voru skafðir í gær og í dag hefði ég ekki lagt í að hjóla á Sæbrautinni þar sem svolítið var af snjó á götunni og þið vitið hvað bílar geta verið stórhættulegir við svoleiðis aðstæður.
Einn hjólreiðamaður tók fram úr mér á leiðinni og stakk mig af. Sá för í snjónum eftir þrjá í viðbót, svo ég er ekki ein um þessa bilun. Vildi bara að Reykjavíkurborg stæði sig betur í mokstrinum.
Til sambanburðar við tölurnar hér að ofan þá var þessi sama leið farin 10.2.2010: 5,76 km, ferðatími 18 mín, meðalhraði 19,11 km/klst.
2. mars 2010
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
-
Bætti inni nýrri slóð hjá hjólabloggurum sem heitir "Hjólaðu maður". Á þeirri síðu er flipi sem heitir "Ástand stíga" og...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli