Verð að segja að ég er nokkuð stollt af þessari hjólaferð minni. Fór í saumaklúbb í Kópavoginum á hjólinu og stysta leiðin er upp á Bústaðaveg sem ég fór.
Myndin er af bakaleiðinni og það sem ég er svo stollt af er að ég náði að hjóla upp alla brekkuna frá Fossvogsdal, upp Hörgslandið og svo Réttarholtsveginn alveg upp á topp þar sem Réttarholtsskóli er. Stoppaði aðeins á ljósinu við Bústaðaveg, en þetta er ansi hressileg brekka.
29. janúar 2015
27. janúar 2015
Klakinn á undahaldi
Hjólaði Sæbrautina í morgun (þ.e. stíginn meðfram Sæbraut) og er næstum allur klaki horfinn af stígnum. En í staðinn koma í ljós steinvölur, sandur og möl síðan fyrir áramót þegar eitt óveðrið skall á borginni og mölin þeyttist inn á og yfir stíginn líklega vegna ágangs sjávar.
Sendi beiðni til Reykjavíkurborgar um að hreinsa þetta upp því það getur verið varasamt fyrir hjólandi að lenda í steinahrúgunum. Myndin er tekin í desember 2014, en ég held að síðan þá hafi snjór og klaki verið yfir öllu og því sé þetta ekki nýkomið heldur aðeins komið í ljós þegar hlánaði.
Sendi beiðni til Reykjavíkurborgar um að hreinsa þetta upp því það getur verið varasamt fyrir hjólandi að lenda í steinahrúgunum. Myndin er tekin í desember 2014, en ég held að síðan þá hafi snjór og klaki verið yfir öllu og því sé þetta ekki nýkomið heldur aðeins komið í ljós þegar hlánaði.
24. janúar 2015
23. janúar 2015
Winter bike to work day 2015
Á síðunni samgönguhjólreiðar inni á Facebook var bent á þennan viðburð winter bike to work day 13. febrúar 2015. Og ég ákvað að skrá mig, er hvort sem er að hjóla til vinnu (nema veðrið svíki). Núna eru 28 búnir að skrá sig hér á Íslandi (sjá mynd) en ekki er ólíklegt að fleiri komi til með að skrá sig.
Þegar maður skráir sig þá er smá spurningalisti og svo áttu að skrifa hvað það er sem þú elskar við að hjóla á veturnar. Þegar kortið er skoðað (sem ég tók mynd af) þá er hægt að smella á staði og, þysja inn og sjá hvað aðrir hafa skrifað sem ástæðu fyrir vetrarhjólreiðum. Svolítið skemmtilegt, kíkið á síðuna http://winterbiketoworkday.org/.
Get samt ekki séð að maður eigi eitthvað að skrá sérstaklega það sem maður svo hjólar þann 13.
Þegar maður skráir sig þá er smá spurningalisti og svo áttu að skrifa hvað það er sem þú elskar við að hjóla á veturnar. Þegar kortið er skoðað (sem ég tók mynd af) þá er hægt að smella á staði og, þysja inn og sjá hvað aðrir hafa skrifað sem ástæðu fyrir vetrarhjólreiðum. Svolítið skemmtilegt, kíkið á síðuna http://winterbiketoworkday.org/.
Get samt ekki séð að maður eigi eitthvað að skrá sérstaklega það sem maður svo hjólar þann 13.
19. janúar 2015
Hjólaði ekki vegna veðurs.
Annar dagurinn það sem af er þessu ári sem ég skil hjólið eftir heima vegna veðurs. Mér þykir þessi vetur hafa verið ansi vindasamur og er farin að hlakka til betri tíðar.
Svona lítur vegsjáin út hjá vegagerðinni:
og hér er belgingur að lýsa veðrinu eins og það er núna (kl. 10)
Veður.is segir vindinn ver 17 m/s og á korti vegagerðarinnar er það ekki nema 12 m/s svo það munar ansi miklu milli miðla.
Svona lítur vegsjáin út hjá vegagerðinni:
og hér er belgingur að lýsa veðrinu eins og það er núna (kl. 10)
Veður.is segir vindinn ver 17 m/s og á korti vegagerðarinnar er það ekki nema 12 m/s svo það munar ansi miklu milli miðla.
16. janúar 2015
Færðin
Nú hefur snjór þakið jörð alveg sína fyrir jól og hefur snjóað eitthvað á hverjum sólarhring síðan um áramótin (þar til í fyrradag). Það hefur verið nóg að gera hjá þeim sem hreinsa götur og stíga. Þegar færðin er svona þá vel á yfirleitt að fara þá leið sem ég er nokkuð örugg með að búið sé að hreinsa, og það er leiðin Álfheimar, Suðurlandsbraut, Laugavegur, Klapparstígur og Skólavörðustígur. Síðustu 3 göturnar eru reyndar að mestu upphitaðar svo færðin þar er oftast frábær (stundum hefur þó hitakerfið ekki undan að bræða snjóinn).
Fyrri myndin er tekin 18, desenber við Suðurlandsbraut, þarna undir er hjólastígurinn aðskilinn frá gangandi með hvítri línu. Og nú velti ég því fyrir mér hvort rétt sé að hjóla vinstramegin þar sem ég veit að hjólastígurinn er eða á maður að halda sig til hægri þegar merkingarnar sjást ekki?
Örlítið neða er hjólateljarinn, en síðan um áramótin hefur hann verið ansi dyntóttur með hvort hann telur hjól eða ekki - og oftar finnst mér hann ekki telja mig þegar ég fer þarna framhjá og þykir mér það leitt.Seinni myndin er tekin í dag á leiðinni heim úr vinnunni. Þetta er í Skipasundinu. Þegar færðin er svona þá hjóla ég á gangstéttinni. Ég hef lent í því að missa stjórna á hjólinu í húsagötu í svona færð og mig langar ekki að upplifa það aftur. Hinsvegar er ég ekki hrifin af því að hjóla á gangstéttum í húsagötum og finnst almennt betra að hjóla á götunni.
1. janúar 2015
Hjólaárið 2014
Hjólaði samtals 3.176 km á árinu (smá skot túrar
ekki taldir með) mest eru þetta ferðir til og frá vinnu eða 2.290 km og 886 í
aðrar ferðir. En ég hjólaði 211 af 249 vinnudögum ársins. Af þessum
38 vinnudögum sem ekki voru hjólaðir eru 2 vegna ófærðar, 4 vegna veikinda og
restin er svo orlof eða annarskonar frí.
Hér er mynd sem sýnir talningu mína á hjólandi fólki á morgnana milli kl. 7.30 og 8 (þ.e. þegar ég hjóla til vinnu, oftast meðfram Sæbrautinni) og samanburður milli ára. Línuritið er af meðaltalstölum.
Hér er mynd sem sýnir talningu mína á hjólandi fólki á morgnana milli kl. 7.30 og 8 (þ.e. þegar ég hjóla til vinnu, oftast meðfram Sæbrautinni) og samanburður milli ára. Línuritið er af meðaltalstölum.
Hér sést hvernig vegalengdum er skipt milli mánuða.
Svo er hér, að mér finnst nokkuð merkileg staðreynd. Að árið 2011 er heildarfjöldi sem ég tel af hjólandi til vinnu 1.671 og í ár er sú tala 2.485. Mjög margt getur spilað inní þarna, en þetta er það mikill munur á fjölda (næstum 49%) að það vekur athygli mína. Þessi tafla sýnir sem sagt hvað margir eru taldir í heild á hverjum mánuði.
Hér er svo meðaltal talinna og það gefur líklega betri mynd af því hversu margir eru hjólandi.
Neðsta línan er meðaltal af meðaltali hvers mánaðar og má því glögglega sjá að þeim fer fjölgandi sem ferðast á hjóli. Í maí er átakið "Hjólað í vinnuna" og það er mikil snilld og hefur greinilega kvetjandi áhrif og kemur fólki á hjólin. (Taflan uppfærð með nákvæmari tölum 2.1.2015).
Nokkrar staðreyndir um ferðir mínar til vinnu:
Vegalengd. Yfirleitt hjóla ég leið sem er um 5.5 km (meðfram Sæbrautinni) en í vetrarfærðinni nú i desember hef ég farið styttri leið sem er rétt tæpir 5 km.
Tími. Oftast er ég um 18 mínútur að hjóla til vinnu. En þann 10. mars var ég 42 mín og 22 sek að komast til vinnu (hafði snjóað um nóttina og ekki var búið að hreinsa stígana) en fljótust var ég 29. sept, 15 mín og 26 sek. Finnst líklegt að þá hafi ég haf góðan meðvind og umferðarljós verið mér hliðholl.
Hraði: Meðalhraðinn hjá mér á árinu 16 km/klst. Apríl var hraðasti mánuðurinn en þann mánuð var meðalhraðinn hjá mér 17,5 km/klst og desember var langt hægastur með meðalhraða upp á 11.4 km
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
-
Bætti inni nýrri slóð hjá hjólabloggurum sem heitir "Hjólaðu maður". Á þeirri síðu er flipi sem heitir "Ástand stíga" og...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...