16. janúar 2015

Færðin

Nú hefur snjór þakið jörð alveg sína fyrir jól og hefur snjóað eitthvað á hverjum sólarhring síðan um áramótin (þar til í fyrradag).  Það hefur verið nóg að gera hjá þeim sem hreinsa götur og stíga.  Þegar færðin er svona þá vel á yfirleitt að fara  þá leið sem ég er nokkuð örugg með að búið sé að hreinsa, og það er leiðin Álfheimar, Suðurlandsbraut, Laugavegur, Klapparstígur og Skólavörðustígur.  Síðustu 3 göturnar eru reyndar að mestu upphitaðar svo færðin þar er oftast frábær (stundum hefur þó hitakerfið ekki undan að bræða snjóinn).

Fyrri myndin er tekin 18, desenber við Suðurlandsbraut, þarna undir er hjólastígurinn aðskilinn frá gangandi með hvítri línu.  Og nú velti ég því fyrir mér hvort rétt sé að hjóla vinstramegin þar sem ég veit að hjólastígurinn er eða á maður að halda sig til hægri þegar merkingarnar sjást ekki?
Örlítið neða er hjólateljarinn, en síðan um áramótin hefur hann verið ansi dyntóttur með hvort hann telur hjól eða ekki - og oftar finnst mér hann ekki telja mig þegar ég fer þarna framhjá og þykir mér það leitt.

Seinni myndin er tekin í dag á leiðinni heim úr vinnunni.  Þetta er í Skipasundinu.  Þegar færðin er svona þá hjóla ég á gangstéttinni. Ég hef lent í því að missa stjórna á hjólinu í húsagötu í svona færð og mig langar ekki að upplifa það aftur.  Hinsvegar er ég ekki hrifin af því að hjóla á gangstéttum í húsagötum og finnst almennt betra að hjóla á götunni.

Engin ummæli:

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...