1. janúar 2015

Hjólaárið 2014

Hjólaði samtals 3.176 km á árinu (smá skot túrar ekki taldir með) mest eru þetta ferðir til og frá vinnu eða 2.290 km og 886 í aðrar ferðir.  En ég hjólaði 211 af 249 vinnudögum ársins.  Af þessum 38 vinnudögum sem ekki voru hjólaðir eru 2 vegna ófærðar, 4 vegna veikinda og restin er svo orlof eða annarskonar frí.

Hér er mynd sem sýnir talningu mína á hjólandi fólki á morgnana milli kl. 7.30 og 8 (þ.e. þegar ég hjóla til vinnu, oftast meðfram Sæbrautinni) og samanburður milli ára.  Línuritið er af meðaltalstölum.


Hér sést hvernig vegalengdum er skipt milli mánuða.
Svo er hér, að mér finnst nokkuð merkileg staðreynd.  Að árið 2011 er heildarfjöldi sem ég tel af hjólandi til vinnu 1.671 og í ár er sú tala 2.485.  Mjög margt getur spilað inní þarna, en þetta er það mikill munur á fjölda (næstum 49%) að það vekur athygli mína.  Þessi tafla sýnir sem sagt hvað margir eru taldir í heild á hverjum mánuði.
Hér er svo meðaltal talinna og það gefur líklega betri mynd af því hversu margir eru hjólandi.
Neðsta línan er meðaltal af meðaltali hvers mánaðar og má því glögglega sjá að þeim fer fjölgandi sem ferðast á hjóli.  Í maí er átakið "Hjólað í vinnuna" og það er mikil snilld og hefur greinilega kvetjandi áhrif og kemur fólki á hjólin. (Taflan uppfærð með nákvæmari tölum 2.1.2015).
Nokkrar staðreyndir um ferðir mínar til vinnu:
Vegalengd.  Yfirleitt hjóla ég leið sem er um 5.5 km (meðfram Sæbrautinni) en í vetrarfærðinni nú i desember hef ég farið styttri leið sem er rétt tæpir 5 km.
Tími.  Oftast er ég um 18 mínútur að hjóla til vinnu.  En þann 10. mars var ég 42 mín og 22 sek að komast til vinnu (hafði snjóað um nóttina og ekki var búið að hreinsa stígana) en fljótust var ég 29. sept, 15 mín og 26 sek.   Finnst líklegt að þá hafi ég haf góðan meðvind og umferðarljós verið mér hliðholl.
Hraði:  Meðalhraðinn hjá mér á árinu 16 km/klst.  Apríl var hraðasti mánuðurinn en þann mánuð var meðalhraðinn hjá mér 17,5 km/klst og desember var langt hægastur með meðalhraða upp á 11.4 km

Engin ummæli:

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...