27. janúar 2015

Klakinn á undahaldi

Hjólaði Sæbrautina í morgun (þ.e. stíginn meðfram Sæbraut) og er næstum allur klaki horfinn af stígnum.  En í staðinn koma í ljós steinvölur, sandur og möl síðan fyrir áramót þegar eitt óveðrið skall á borginni og mölin þeyttist inn á og yfir stíginn líklega vegna ágangs sjávar.

Sendi beiðni til Reykjavíkurborgar um að hreinsa þetta upp því það getur verið varasamt fyrir hjólandi að lenda í steinahrúgunum.  Myndin er tekin í desember 2014, en ég held að síðan þá hafi snjór og klaki verið yfir öllu og því sé þetta ekki nýkomið heldur aðeins komið í ljós þegar hlánaði.

Engin ummæli:

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...