Vefsíðan Borgarvefsjá er með silldar tæki hjá sér sem heitir lifandi gögn og þar undir er hægt að velja að sjá "Snjóhreinsun göngu- og hjólaleiða" og er hægt að velja um 4 möguleika þar: Síðasta klst., síðustu 2 klst, síðustu 4 klst og síðustu 8 klst. Nema hvað að mitt hverfi, Laugardalur og þar um kring virðist ekki senda inn upplýsingar.
Það snjóaði í allan gærdag, ekkert mikið í heldina sen samt nóg til að tefja för á hjóli ef ekkert er búin að skafa og þá mundi nú muna mikið um það að geta séð þessar upplýsingar inni á Borgarvefsjánni.
Svo ég sendi athugasemd til þeirra um að þessi gögn vantaði með ósk um að það væri lagað. Vonandi verður hægt að koma þessum gögnum inn þarna eins og annarsstaðar.
Hér er mynd tekin af síðunni snemma í morgun. Ég veit að búið var að hreinsa stíginn við Langholtsveg og niður Álfheimana því þá leið fór ég til vinnu. En það er áberandi ekkert rautt í kringum Laugardalinn.
2. febrúar 2015
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
-
Bætti inni nýrri slóð hjá hjólabloggurum sem heitir "Hjólaðu maður". Á þeirri síðu er flipi sem heitir "Ástand stíga" og...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
1 ummæli:
Fékk svar með tölvupósti:
"Góðan daginn
Við erum búin að vera í vandræðum með móttöku á gögnum frá verktakanum sem þjónustar þetta svæði – það er verið að vinna í að koma þessu stand, en ég get ekki lofað því hvenær þetta verður farið að virka rétt.
Forgangsröðina á hreinsuninni getur þú séð hér http://borgarvefsja.reykjavik.is/borgarvefsja/?x=360111&y=407261&z=10000&visiblelayers=18"
Skrifa ummæli