1. febrúar 2015

Hjólað í janúar 2015.

Í mánuðinum hjólaði ég samtals 254 km, þar af 183 km til og frá vinnu og 71 km annað.  

Hjólaði 18 af 21 vinnudögum mánaðarins til og frá vinnu, var veik í einn dag og og svo voru tveir dagar sem ég hjólaði ekki vegna veðurs.  Það hefur verið snjór eða klaki allan janúar, að einum morgni undanskildum þegar rigningin náði að hreinsa af stígunum og ég fékk vor-löngunartilfinningu á leiðinni til vinnu.   Svo snjóaði yfir daginn og allt var orðið hvítt aftur á heimleið.
 
Sá að meðaltali 5 á hjóli á dag til og frá vinnu. Mest taldi ég 10 til vinnu og 7 á heimleiðinni.  Hjólaði fyrripart mánaðarins niður Álfheimana, eftir Suðurlandsbraut og svo Laugaveg.  Sá stígur er í forgangi í snjóhreinsun og var nokkuð vel hreinsaður plús það að stór hluti af nýja hjólastígnum frá Kringlumýrarbraut og að Fíladelfíu er upphitaður.  Seinnipartinn mánaðarins fór ég svo mína uppáhalds leið meðfram Sæbrautinni þar sem færð og veður var orðið betra.

Meðalferðahraði í mánuðinum var 13 km/klst til vinnu og 12 km/klst heim.  Ég er yfirleitt aðeins lengur heim, það er örlítið upp í móti þó ekki neitt til að tala um.  Og meðal ferðatími var 21 mín til vinnu og 23 mín heim.

Þetta er samanburður milli ára og sýnir meðaltal taldra manna á hjóli á leið minni til vinnu.  Líkleg skýring á fækkun núna er veðurfarið.  Fyrrihluta mánaðarins var færðin ansi misjöfn,



Svona er staðan hjá endomondo síðan ég hóf að skrá hreyfinguna mína þar.  Þetta eru að sjálfsögðu nokkuð óþarfa upplýsingar en mér finnst gaman að þeim engu að síður.



Verð að viðurkenna að ég er mikið farin að hlakka til að geta lagt vetrarhjólinu og farið aftur á sumarhjólið sem ég keypti mér í fyrra vor.  Það er svo miklu skemmtilegra að hjóla á því, en því miður er ekki hægt að setja nagladekk undir það og þess vegna verður það að bíða í skúrnum þar til snjórinn og hálkan eru á bak og burt.

Viðbót 2.2.2015, tölvupóstur frá endomondo:

Engin ummæli:

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...